Hlín - 01.01.1958, Side 53
HUn
51
Það voru óvanalega miklar rigningar í vetur seinni
partinn. — Jörðin þurfti þess með, svo nú er blómlegt
hjer um að litast, og sveitabóndinn má vera þakklátur,
altaf er verið að sá og uppskera allan ársins hring. — En
hvað jeg elska landbúnaðinn og skepnurnar, af hvaða
tægi sem eru. — Það er undarleg vinátta og þó skiljanleg.
— Jeg sakna þess alls. — Nú á jeg lieima hjer alveg í hjarta
stórbæjarins, og get ekki einusinni haft hund, sem er það
eina dýr, sem yfirgefur sína fjelaga, og vill fylgja mönn-
unum. — Jeg sje þá oft ‘hjer á strætinu leiða blinda menn,
á yfirnáttúrlegan hátt, verður mjer að orði, en hunds-
trygðin er oft misbrúkuð og illa launuð, og svo er með
fleira og fleira í náttúrunnar ríki.
Þegar jeg og maðurinn minn seldum síðasta landið
okkar, Jiá þurfti jeg að vera þar við til þess að skrifa undir
samningabrjefið. — Á sömu stundu og jeg gekk upp að
borðinu, sem skjölin lágu á, fanst mjer eins og hvísl-
að væri að mjer þessum orðum:
„Láttu ekki landið þitt,
en lifðu og bygðu á traustið mitt,
er sendir frá sjer sannan auð
og sjer um ykkar daglegt brauð.“
F.n með tárum skrifaði jeg undir sölusamninginn, og
síðan fluttum við inn í bæinn. — Börnin þurftu að kom-
ast nær hærri skólum, flest þeirra. — Alt hefur sínar or-
sakir.
Jeg er nú loksins byrjuð að gera tilraun með að skrifa
æfisögu mína. — Byrjaði formálann 12. apríl, afmælisdag
móður minnar. Líklega hefur það gefið mjer kjark til að
byrja, og legg jeg alt í Guðs hendur, upphafið og endir-
inn. — „Guðs er gjöfin,“ það nafn vil jeg gefa æfisögu
minni, hvort. sem hún verður stutt eða löng.
4*