Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 65
Hlín
63
með því að hlúa að og sækja íslenskar messur, sýna með
því þjóðrækni í verki.
Enginn getur neitað því, að það er gróði fyrir alla að
sækja guðshús á sunnudögum, og sannarlega er það gróði
að hlusta á þær ræður, sem síra Valdemar Eylands flytur
á íslensku. — Þar mætast guðrækni og þjóðrækni og taka
saman höndum.
Þjóðrækni okkar íslendinga vestanhafs er nátengd guð-
rækni, því það var okkar kirkjulega starfsemi, sem stofn-
sett var á frumbýlingsárunum, sem var meginþáttur í
viðhaldi íslenskrar tungu hjá löndum hjer í álfu.
Sá maður, sem mestan og bestan þátt átti í þessu verki,
var síra Jón Bjarnason, er kom hingað norður frá góðri
stöðu í Bandaríkjunum til þess að gerast prestur í Nýja-
Islandi, og var síðar kallaður til að veita forstöðu fátæk-
um ,nýstofnuðum söfnuði í Vinnipeg. — Hann var sterk-
ur eins og klettur í hafinu, þjettur í lund og ósjerhlífinn,
lagði fram alla sína krafta til þess að styðja þetta verk í
víngarði Drottins. — Ofan á þann grundvöll byggjum við
í Fyrsta lúterska söfnuði Iijer í borg.
Ein hugsjón síra Jóns var aukin mentun fyrir landa
sína, og með aðstoð góðra íslendinga var stofnaður „Jóns
Bjarnasonar skólinn", þar sem unglingar fengu fram-
haldsmentun bæði í ensku og íslcnsku. — Umsjónarmað-
ur skólans var síra Runólfur Marteinsson. Á'hrif hans,
bæði í prests- og kennarastarfi, voru víðtæk. — Margir ís-
lenskir mentamenn urðu þar fyrir hollum áhrifupi.
Frú Lára Bjarnason átti þátt í að Elliheimilið Betel var
stofnað fyrir rúmum 40 árum. — Heimilið fyrir aldur-
hnigna íslendinga, þar sem íslensk tunga væri töluð og
heimilisfólkið ætti aðgang að íslenskum bókum.
Nú hafa stórfeldar umbætur verið gerðar á heimilinu.
með frjálsum samskotum frá þjóðræknum íslendingum
vestan hafs. Sýnir það, hve hugsjónin um Elliheimilið
hefur fest djúpa rrætur í hjörtum þeirra.
íslenskir prestar hafa ætíð lagt drjúgan skerf til við-