Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 140
138
Hlin
ánni blikuðu í morgunljómanum. — A'ð hálfri stundu liðinni
sátu þeir Sigmundur og Ari í bátnum, enda gat hann ekki tekið
nema þrjá, og svo reiðtygi Sigmundar. — Grani var hafður í
eftirdragi og bljes mjög, stundum synti hann fljótar en ferju-
maður rjeri, hoppaði þá báturinn á öldunum og lá við hvolfi. —
Alt gekk þó vel yfir um. — Fór Sigmundur síðan leiðar sinnar.
Þegar leið að dagmálum, sá hann heim að Brekku, óðali feðra
sinna, en hann þekti varla bæinn, svo var alt oi'ðið breytt. —
Meira en helmingur af högum og engjum lá undir sandi og
hrauni, og hitt var í órækt og svo hrjóstrugt, að það hefði varla
getað borið 2 kýr og 20 kindur. — En þá bærinn, hvað hann
var orðinn snaraður og hrörlegur. — Dyrnar skektar og glugg-
arnir. — Það var eins og einhver sorgleg heljarþögn hvíldi yfir
öllu saman. — Sigmundi vöknaði um augu, er hann hugsaði
um, hve alt var nú dauft og dapurt á Brekku, þar sem hann þó
hafði lifað hinar sælustu lífsstundir sínar. — Hann reið hægt
heim tröðina — ekki kom neinn hundurinn út til að gelta að
honum. — Hvað veu- nú orðið af Mókoll gamla? Hví kom hann
ekki út til að taka á móti honum, flaðra upp um hann og hrifsa
í treyjulafið hans? — Hann var dauður fyrir langa löngu. —
Sigmundi fanst eins og hann væri orðinn tuttugu árum eldri,
þegar hann sá alla þessa eymd og volæði.
Sigmundur stilti hestinn heima á hlaðinu og fór af baki, en
rjett í sömu svipan kom ung stúlka út í dyrnar. — „Ert það þú,
Sigríður?" sagði hann, og breiddi út faðminn á móti henni. —
Hún var lifandi eftirmynd móður sinnar, og Sigmundur hafði
þegar þekt hana á því.
„Jeg vissi að þú mundir koma, bróðir minn,“ sagði Sigríður,
„nú á jeg engan að framar nema þig,“ hún hallaði sjer upp að
brjósti hans, lagði höfuðið á öxlina á honum og þau grjetu
bæði. Það voru þung tár, er þau sáust í fyrsta sinn.
Skömmu síðar sat Sigmundur yfir líki bróð'ur síns og virti
fyrir sjer hinn látna æskuvin sinn, sem hann hafði þó unnað
hugástum.
„Hvenær skildi hann við?“ sagði Sigmundur.
„Hann vaknaði fyrst af værum blundi,“ sagði Sigríður. —
„Síðan mælti hann: „Mig dreymdi hana móður þína rjett áðan.
— Jeg bið kærlega að heilsa Sigmundi og kystu hann frá mjer.“
— Síðan ljet hann aftur augun og brosti eins blítt og hann
brosir ennþá, hann hefur barist þungri baráttu, auminginn hann
faðir minn.“ »