Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 105
Hlin
103
húss, skuggamyndir Þorláks Johnsens, með skemtilegum
skýringum. — Inngangurinn 25 aurar. — Og heimsóknir
til norðlenskra vina okkar: Hjá Jóni rektor, í Doktors-
húsinu (hjá Björgu Þórðardóttur, Björgu og Markúsi),
hjá Sigfúsi Eymundsen, og hjá Birni Olsen (Ingunni
móður hans og Margrjeti systur). — Öll voru þessi heim-
ili gestkvæm og miðstöðvar ungra karla og kvenna, og
ánægjulegt þar að koma.
Þó ótrúlegt megi telja, þá var sú ein skemtun okkar á
þeim árum að spila við síra Eirík Briem, þann mikla
vitmann. — Mjer hefur víst þá þegar, þótt það með mikl-
um ólíkindum, }dví jeg sagði einhverntíma við Ingi-
björgu, hvernig á því stæði, að pabbi hennar vildi spila
við okkur stelpurnar, vildi ekki heldur tefla eða eitthvað
þvílíkt, sem meira vit væri í. — „Nei, það var of þreyt-
andi,“ sagði hún.
Margt bar á góma á þessum árum, hlægilegt og skrítið,
eins og þegar Siggi Slembir, sem við kölluðum fósturson
Björns Olsens, kom heim heldur illa til reika og hafði
dottið í „Landafræðina hjá Jóni Ámasyni!“ — Og svo
þegar frostrósin fagra birtist á kamarglugganum, hún var
svo dásamleg, að allir þurftu að fara út að sjá hana. —
Aldrei hafði annað eins sjest. — Þá tókum við okkur líka
margan skautasprettinn á ísilagðri Tjörninni.
Ekkert jafnaðist þó á við ferðaútbúnað Þorvaldar
Thoroddsens og Ögmundar, þegar portið fyltist af hest-
um, koffortum og öllu því hafurtaski, sem til fjallaferða
heyra. — Þá var uppi fótur og fit. — Þetta var nýtt fyrir
okkur krakkana, og við ljetum ekki á okkur standa, ef við
gátum snúist eitthvað.
Ein af okkar útiskemtunum var að horfa á skólapiltana
leiða dömurnar upp Skólabrúna á skólaballið, afmælisdag
konungs, 8. apríl. — Þar stóð altaf hópur við þá athöfn.
„Dúksinn" kom fyrstur með biskupsdótturina, og það
lilakkaði görnin í Vatnsdælingnum, þegar Sigurður frá
Eyjólfsstöðum kom með Þóru biskupsdóttur!