Hlín - 01.01.1958, Page 29
Hlin
27
dvaldi þar við liússtjóm-
arnám. Þar heimsótti jeg
hana hjá vinum hennar,
skólast j órah j ónunum T or-
gersens á Berger í Asker,
þeim ágætu hjónum, sem
urðu einkavinir 'Þórdísar
til dauðadags. — Þeim
þótti jafnan mikið til
Þórdísar koma. — Þannig
var það með alla, sem
kyntust lienni nokkuð að
ráði. Hún var elskuð og
virt.— Hæfileikarnir voru
sjaldgæfir og dugnaður-
inn eftir því, trygðin og
vinfestan að sama skapi.
Þórdís giftist Davíð Sig-
urðssyni, trjesmíðameistara á Akureyri árið 1901, og eign-
uðust þau eina dóttur barna, Sigríði, símakonu, sem gift
er Zóphoníasi Árnasyni, tollverði á Akureyri.
Heimili þeirra, Davíðs og Þórdísar, var fjöhnent og
skemtilegt. — Húsbóndinn var traustur og vel gefinn
maður, söngvinn og snillingur til handanna, hafði smíða-
jjilta til náms. — Altaf var þar líka eitthvað af skyldmenn-
um, auk nánustu ættingja beggja: Gömlu húsfreyjanna:
Kristbjargar frá Kjarna, ömmu Þórdísar, Ragnhildar
MetúsalemsdóttUr, móður liennar, og Sigríðar, móður
Davíðs, og Guðrúnar systur hans. — Allar voru þessar
konur hetjulegar og fallegar.
Heimilið var í næsta nágrenni við kirkjuna, og þau
hjón voru æfinlega sjálfsagðir kirkjugestir, og við, sem
sóttum kirkju vel, fórum oftast í kirkjukafli hjá Þórdísi
og Davíð. — Þá var Sigríður gamla að enda við að lesa
húslesturinn í Vídalín.
Þau hjón, Þórdís og Davíð, höfðu mikla gai.ðyrkju eins