Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 19
Hlin
17
Móðir hennar var annáluð húsmóðir og uppalandi. —
,.Móðir mín elskaði fegurðina í hvaða mynd sem var,“
sagði frú Lauridsen. — „Það kom glögglega í ljós, þegar
hún raulaði við okkur börnin í rökkrinu eða sagði okkur
sögur. — Aldrei átti hún svo annríkt, að hún gæfi sjer
ekki tíma til að leiða okkur út á völlinn, þegar sólin
skein, og benda okkur á dásemdir lífsins, er lýstu sjer í
gróandi jörð, eða litlu fuglshreiðri, er leyndist undir
þyrnirunna. — Móðir mín var altaf heima, 'hún var heim-
ilisins verndari og vökukona. — Hún þráði mentun í
æsku ,og var með fyrstu nemendum á Askov lýðháskóla.“
Frú Lauridsen var elst átta systkina, svo heimilið hef-
ur verið annsamt.
Þegar litla Magdalena stálpaðist, bar hún sömu þrá í
brjósti og móðir hennar, lnin þráði að leita sjer ment-
unar.
A þeirn tímum var fátítt að konur færu í skóla, og f jár-
hagur var þá þröngur meðal bænda í Danmörku.
— Henni var því komið fyrir á „Grænavelli" við Vejen,
hjá föðurbróður sínum, Jóhannesi Lauridsen, er síðar
varð þingmaður og bankastjóri þjóðbanka Dana.
Konan hans: „Frænika Maren“, var mikil búkona og
uppalandi. — Þar vandist unga stúlkan fjölþættum heim-
ilisstörfum og kyntist stjórnsemi og örlæti göfugrar
rausnarkonu. — Taldi frú Lauridsen það mikið lán að
'hafa fengið að dvelja á þessu heimili föðurbróður síns,
þar var margt hægt að læra. — „Frænka Maren“ var trúuð
kona, las hún oft upphátt fyrir heimilisfólkið úr Ritn-
ingunni.
Hún sendi Magdalenu líka oft til fátækra og sjúkra í
sveitinni með fullar körfur af alskonar góðgæti, en altaf
stakk luin góðri bók á botninn í körfunum og sagði:
„Þessi verður að vera nteð, því maðurinn lifir ekki á einu
saman brauði.“
Heimili frænda hennar var rjett hjá Askov, því varð
það úr, að hún fjekk að sækja tíma í Lýðháskólanum, og
2