Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 23
Hlin
21
Heima á „Gamla Ankerhus", sem nú er almennur hús-
mæðraskóli, og var heimili frú Lauridsen, var yndislegt
að vera. — Þar er Margrjet Lauridsen, dóttir hennar, for-
stöðukona, en mönnum viftist þó hin aldurhnigna hús-
móðir hafa þar töglin og hagldirnar, og allir, utan bæjar
og innan, nefndu .hana „móðir Mögdu“, svo hún var í
þeirra huga móðir allra í þorpinu. — Til hennar var leit-
að í gleði og sorg, og í hverjum þeim vanda, er að hönd-
um bar.
Þó jeg væri þarna aðeins skamrna stund, fanst mjer hún
bera höfuð og herðar yfir alla, er jeg hitti, og jeg get tæp-
ast hugsað mjer staðinn án hennar.
Hún var ákaflega víðsýn, en þó fastheldin og einlægur
ættjaiðarvinur. — Aldrei hafði hún gengið í neinn stjórn-
mála-flokk. — Hún sagði sem var, að konurnar, sem hún
bæri fyrir brjósti og ynni fyrir, væru úr öllum flokkum og
stjettum. — Flestir flokkar hefðu eitthvað til síns ágætis,
þó gallar væru á þeim öllum.
Hún virti rjett einstaklingsins framar öllu öðru og
vildi leiða þá í sólskinið, sem í skugganum voru. — Forna
siði og háttu þjóðar sinnar hafði hún í heiðri, hún vissi
sem var, að ef rótin slitnar, visnar krónan.
Nokkur herbergi á „Gamla Ankerhus" voru búin
gömlum húsgögnum, sem hún vildi ekki farga. — Þar sá-
um við herbergi föður hennar, sem stóð óbreytt, frá því
faðir hennar hafði dvalið þar. — Engu var sýnilega á glæ
kastað, sem nothæft var.
Skáli einn var til hliðar við útidyr, þá gengið var inn í
eldhúsið. — Þar var langborð og bekkir. — Þessi skáli var
einskonar „kærleil^shús“, „Hjerterum" heitir það. — Þar
voru allir fátækir og svangir, er um veginn fóru, vel-
komnir, og var þeim þá borinn matur og drykkur, á
hvaða tíma dags sem var.
Oft liafði verið gestkvæmt í skála þessum fyr á árum,
þegar velmegun var minni í landinu og fátækt fólk fór
gangandi bæja á milli. Varð þá margur vegmóður feginn