Hlín - 01.01.1958, Page 35
Hlín
33
ríkulega fyrir brjósti. — Mikið hafði hún á sig lagt fyrir
Lundinn sinn. — Nú var hún farin að sjá árangur verka
sinna.
Þegar við höfðum setið þegjandi nm hríð, sagði liún
þessa setningu við mig með Iiægð og festu: „Jeg vildi óska
þess, að hver einasta sveitakona ætti sjer helgan blóma-
reit, er hún gæti hlúð að og flúið til, þegar þungt væri í
skapi.“ — Og undir þessa ósk hennar tók jeg af öllu
hjarta. — Og nú á jeg enga ósk betri, en að þessi fagri
reitur hennar megi vaxa og dafna í allri framtíð til minn-
ingar uin hana, hina miklu blómadrottningu. — Að eftir-
komendur hennar láti sjer ant urn og haldi þar áfram,
sem hún hætti við.
Það var sama á hverju hún Helga snerti, hvort heldur
hún greiddi sundur flóknar jurtarætur, eða hún fjekst við
hina fínustu handavinnu, listhneigðin og hin framúrskar-
andi vandvirkni fylgdust ætíð að. — Það var undravert,
hversu miklu hún fjekk afkastað, því ekki voru heimilis-
störfin vanrækt. — Mjer fanst jeg vera svo lítil og smá,
þegar jeg var með henni, og fáar konur hafa vakið eins
óblandna virðingu og ást í brjósti mínu og hún.
Jeg sá Helgu í síðasta sinn hjer á jörðu í vor á sýningu,
sem haldin var í Ungmennafjelagshúsinu ykkar, þá sýn-
ingu prýddu verkin hennar.
Þegar jeg árið 1930 sá um deild Borgfirðinga á Lands-
sýningunni í Reykjavík, man jeg hve jeg var hreykin af
bandinu hennar Helgu á Skáney, enda fjekk það fyrstu
verðlaun.
Jeg lilakkaði æfinlega til að hitta Helgu og horfa á
hana taka til höndunum. — Og oft hefur mjer dottið í
hug, að ef allar konur þessa lands væru slíkar, já, þá vær-
unr við ekki fátæk þjóð.
Orð eru fátækleg til að þakka allar ánægjustundirnar,
sem við vorum saman. — Það voru allt sannar unaðs-
stundir.
Nú ert þú horfin til hærri heima, meira að starfa Guðs
3