Hlín - 01.01.1958, Page 118
1 Ifi
Hlin
Jón Eyþórsson segir í formála fyrir bókinni: „íslend-
ingar hafa löngum gælt við þá hugmynd, að land þeirra
væri norður við heimskaut, á hala veraldar, úti við
Durnbshaf o. s. frv.
Þetta er rjett að því leyti, að ísland liggur fast að Íshaf-
inu eða Dumshafinu, og hefur hlotið af því þungar bú-
sifjar, norðan stórhríðar og hafísa. — En fleiri þjóðir
liggja að þessu liafi, fleiri þjóðir en við byggja á hjara
heims. — Það er fróðlegt að vita nokkur deili á þeim og
löndum þeirra.
í þessari bók er brugðið upp glöggum skyndimyndum
af löndum og lifnaðarháttum fólks, sem býr „Norðan
baugsins"; þ. e. \ endamörkum hins byggilega heims. —
Grímsey er fulltrúi íslands á þingi liinna hánorðlægu
þjóða, og verður ekki annað sagt en hún skipi sinn sess
með prýði, og Grímseyingar standi sómasamlega í stöðu
sinni.
Hjer er vitanlega stiklað á stóru, en flest dæmin sýna,
að löndin norðan baugsins eru vel byggileg, og menn una
Jrar glaðir við sitt, engu síður en í suðlægum löndum."
Frú Evelyn segir:
„íshafið, svo kallaða, er ekki úthaf, heldur innhaf, girt
löndum á alla vegu. — Vilhjálmur Stefánsson hefur þrá-
sinnis bent á, að hafið sje eiginlega mikill flói, norður úr
Atlantshafinu. — Hafið er kallað hjer Norðurskautshaf.
Það er ekki tilgangur þessarar bókar að gera heim-
skautalöndin að sælureit suðlægra landa. — Henni er að-
eins ætlað að bregða ljósi sannleikans sem snöggvast yfir
sex gerólík og vítt aðskilin bygðalög, sem eiga það sam-
eiginlegt að liggja norðan Heimskautsbaugsins. — í
bygðum þessum er fólk af margskonar tagi: Eskimóar,
Tsjúktsar, Lappar og Indíánar, innan um Dani, Amer-
íkumenn, íslendinga, Rússa og fleiri þjóðir. — Þarna eru
námumenn, vísindamenn, læknar, trúboðar, bændur,
handiðnamenn, veiðimenn, læknar, trúboðar, bændur,
kaupmenn með meiru. Þeir vinna mörg gagnleg störf, og
i