Hlín - 01.01.1958, Page 10
8
Hlin
Maðurinn svaraði höstuglega: „Konan vaknaði fyrst
og stökk í lækinn og baðaði sig á undan mjer. Hún átti
ekkert með það, jeg á lækinn og á að ráða“.
Drottinn stundi þungan: „Einhvernveginn hefur fræ
misskilnings og eigingirni fallið í sál ykkar og fest þar
rætur. — í>ið eruð sköpuð hvort fyrir annað, sál ykkar
ein, runnin af sömu rót, þið eruð ómáttug að skapa eða
stjórna nema saman. Annað ykkar megnar ekkert án hins,
því verðið þið að unnast og vinna saman. — Kærleikurinn
er sterkasta aflið, hann einn veitir sigur.
Jeg hefi gefið ykkur frjálsræði að velja og hafna. Nú
skuluð þið beita því í fyrsta sinn. — Þið megið velja um
að hverfa aftur í algleymið, eða lifa og starfa hjer á þess-
ari jörð, fegra liana og bæta, og skila henni betri og feg-
urri, þegar þið komið aftur til mín.
Til lrins eilífa þroska gef jeg ykkur gleðina og sorgina,
sæluna og kvölina og fleyga vængi bænarinnar, ef ykkur
i'inst byrðin þung.
Deilu ykkar áðan jafna jeg þannig, að þú, ungi maður,
skalt unna konunni mest af öllu á þessari jörð, en í lófa
hennar læt jeg frækorn sælu og unaðar, er hún skal dreifa
til hamingju öllum íbúum jarðar.
Kjósið, vinir mínir,“ sagði Drottinn milt.
Þau stóðu beygðu höfði og hugsuðu. — Maðurinn leit
til konunnar. — Víst var hún lítil og lítilmótleg — en þó,
— var ekki eitthvað bjart og hlýlegt við hana, og var ekki
eitthvað kalt og eyðilegt þarna úti í geimnum. — Hann
rjetti út hendina og sagði hálfönugur: „Komdu!“
Konan stóð kyr, efagjörn. — Jú, víst var hann sterkur,
og hún óttaðist ægikaldan geiminn.
Þá rjetti maðurinn út sína sterku arma, brosti liimin-
fögru brosi æsku og ástar og sagði hlýtt: „Fylgdu mér!“
Og hún sveif að hlið hans.
Þau gengu örugg að starfi að skapa fagra veröld.
Þegar orkan og mildin fallast í faðma verður Friður á
jörðu. -----------