Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 107
Hlin
105
En hann skilaði sjer, gamli maðurinn, gekk mikið vest-
ur á Nes, og hafði þá með kveðjur til stúlknanna og pilt-
anna frá Bollagarðabræðrum eða Selssystrum. — Hann
var gamansamur, blessaður gamli maðurinn, öllum þótti
vænt um bann.
Jeg var látin lesa lesturinn á bverju kvöldi í Pjetrus-
hugvekjum, og til skiftis í Bjarnabænum og Pjetursbæn-
um á eftir. — Jeg man nú ekkert úr þessum bænum nema
þetta: „Þegar kvölda tekur og á daginn líður!“
Svo var spilað á spil, frú Katrínu þótti gaman að spila,
jeg var sótt og var til tuskið, og Þorvaldur varð, nauð-
ugur viljugur, að vera með, þegar mann vantaði, við vor-
um oftast saman, við Þorvaldur, og græddum á tá og
fingri, ekki var það þó af áhuga hans, en mig skorti ekki
áhugann.
Jeg fór í Barnaskóla Reykjavíkur og hafði þar ágæta
kennara: Helgasen var yfirkennarinn, og krakkarnir
stríddu rnjer á því að kalla mig uppáhaldið lians Helga-
sens, og svo var það Halldór Jónsson, síðar bankagjald-
keri, fallegur og góður, og Guðlaugur, síðar sýslumaður,
skemtilegur og kátur. — Og Jónas, karlinn, söngkennari,
hann barði strákana með spýtu, þegar þeir tóku ekki
eftir!
Við Halldór Steinssen, síðar læknir, og Jóhann Sól-
mundarson, síðar prestur í Ameríku, börðumst um efstu
sætin.
Jeg meiddi mig mikið bæði árin, sem jeg var í skólan,-
um, fyrra árið á fæti, hitt á höfði. (Þær stöllur mínar fóru
í engan skóla, það var til siðs þá að læra lieima, eða ekk-
ert! — En fremstar urðu þær engu að síður, liver á sínu
sviði, vinkonurnar-) — „Þú verður drepin, Dóra, ef þú
verður 3. árið í skólanum," sögðu þær.
Jeg ljet mjer það að kenningu verða, og móðir mín
lofaði mjer að ráða.
Sama varð uppi á teningnum, þegar Kvennaskólinn var
nefndur. — Okkur stöllum kom saman uni, að þar væri
i