Hlín - 01.01.1958, Page 85
Hlin 83
Grænkálsplöntur fást einnig keyptar, en því má sá beint
í garðinn með góðum árangri.
Hívtkál, blómkál, gulrófur og grænkál verðum við að
verja fyrir kálflugunni. — Gerum við það ekki, fáum við
heldur ekkert fyrir okkar fyrirhöfn.
Kálflugan verpir eggjum sínum við rótarháls jurta af
krossblómaættinni. — Lirfumar naga rótarhálsinn eða
rótina, t. d. gulrófunnar. Þar lifa þær góðu lífi, en gera
jurtina um leið óhæfa til matar, eða eyðileggja hana al-
veg. — Nú er hægt að fá ýmis lyf til þess að verjast kál-
maðkinum. — Skal jeg ekkert um það segja, hvort eitt er
betra en annað. Aðalatriðið er að eiga það til, svo hægt
sje að nota það á rjettum tíma. Það er of seint að fara að
hugsa um það, þegar maðkurinn er byrjaður á sínu
skemdarstarfi.
Þegar moldin er orðin hæfilega þur og hlý, sáum við
beint í garðinn salati, spínati, dilli og ertum. — Alt þetta
vex vel og nær góðum þroska í veujulegu sumri. — Salat-
ið ætti allsstaðar að vera hægt að nota í byrjun júlí og
spínatið einnig. — D'illið er ágætt að hafa með síldinni,
]^að er líka notað í sósur með kjöti og fiski og til bragð-
bætis með gúrkum, þegar þær eru sultaðar.
Verulegur skriður kemst ekki á vöxtinn í garðinum
fyr en fer að líða á sumarið. — Okkur finst því langt að
bíða eftir öllu þessu góðmeti, sem við eigum yon á úr
garðinum okkar.
En því þá ekki að nota sjer ýmsar viltar ætijurtir á
meðan? — Mikið hefur t. d. verið rætt og ritað um njól-
ann, og okkur ráðlagt að nota haiín tii matar.
En það er fleira, sem við höfum við hendina, t. d. fífla-
blöðkur, kúmengras og skarfakál.
Mjer er sagt, að Frakkar borði fíflablöðkur í stórum
stíl. — Ungar fíflablöðkur minna mikið á salat, og það er
fullyrt, að þær sjeu mjög C vitamínríkar.
Kúmengrasið er notað í súpur og jafninga á sama hátt
og grænkál. Það vex víða vilt. — Ekki má sjóða það nema
6»