Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 55
Saurbœjarsystur i Eyjafirði. Sitjandi: Ólöf og Margrjet. Standandi: Álf-
lieiður, Elín og Þrúður. Þetta voru dætur sr. Einars Thorlacius, prests í
Saurbæ i Eyjafirði. Ólöf var seinni kona Hallgríms gullsmiðs Kristjáns-
sonar á Akureyri. Margrjet átti Hallgrím Tómasson á Grund. Álfheiður
giftist ekki. Elín Guðrún átti Bjarna stúdent Gunnarsen á Akureyri.
Þrúður átti Lárus Thorarensen á Hofi. Sr. Einar andaðist á aðfangadag
jóla 1870, áttræður að aldri. Hann var sonur Hallgríms Thorlacius, prests
í Miklagarði, og konu hans, ólafar Hallgrímsdóttur, prests Eldjárnssonar
á Grenjaðarstað. Þessi Ólöf var afasystir Jónasar Hallgrímssonar skálds,
og hafa þeir Einar þvi verið náskyldir, enda lærði Jónas undir skóla hjá
sr. Einari. Kona sr. Einars var Margrjet Jónsdóttir lærða i Möðrufelli. Þau
giftust 7. júni 1814. Synir þeirra voru þessir: sr. Jón, prestur i Saurbæ,
Sigfús, i Núpufelli, Bjarni, læknir á Eskifirði, Hallgrimur, bóndi á Hálsi
í Saurbæjarhreppi, og Þorsteinn, hreppstjóri i öxnafelli. Margrjet, móðir
þessara systkina, dóttir sr. Jóns lærða, var hagmælt og gerði þessa vísu um
börn sín: „Ólöf, Margrjet, Álfheiður, / Elín Guðrún, Þrúður, / Sigfús,
Bjarni siðugur, / svo Jón, Þorsteinn, Hallgiímur."