Hlín - 01.01.1958, Page 37
Hlin
35
TIL
SIGU RBJARGAR ÍSAKSDÓTTUR,
ljósmóður, Hóli í Kelduhverfi.
Á 60 ára afmæli Sigurbjargar ísaksdóttur, 29. október
1955, hjeldu Keldhverfingar henni veglegt samsæti og
færðu henni að gjöf vandað gullúr fyrir framúrskarandi
gott starf sem ljósmóðir í Kelduneshreppi í 33 ár. — í
þessu hófi flutti Jón Jóhannesson, bóndi á Ingveldarstöð-
um, henni eftirfarandi kvæði:
Við stefnum nú til kærra kynna
að kvaka lítinn þakkar-óð.
Hugurinn leitar mætra minna,
mörgum var þín hjálpin góð.
En jeg veit að allir finna,
að orðin eru ljett í sjóð.
Sextíu eru orðin árin,
æfi þinnar komið haust.
Þú hefur löngnm þerrað tárin,
þrautir linað, vakið traust.
Sæma þjer vel silfurhárin
við svipinn hreina og milda raust.
iÞú hefur starfað æfi alla
annara að bæta hag.
Hlýddir þeim, er kom þig kalla,
hvort sem það var nótt eða dag,
út að sjó og upp til fjalla
aldrei hræddist ferðalag.
Þjer jeg hjartans þakkir færi,
það sem mundin hlýja vann.
Þó að lítil launin væri,
ljekst Ju'x glöð við ungan mann.
3*