Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 129
Hlin
127
og fjelagslegum þroska sínum hvatti okkur til starfa eftir getu
hverrar einnar. — Jeg hefði ekki viljað fara á mis við þennan
fjelagsskap. — Það hefur frá því fyrsta ríkt eining innan
fjelagsins og þar af leiðandi ánægjulegt starf.
En það er fleira en störfin, sem koma til greina, þegar minst
er á góðan fjelagsskap: Að koma saman og kynnast, losna um
stund frá hversdagsstörfunum, ræða ýms mál, sem ekki væru
annars rædd, mál sem lyfta okkur örlítið hærra, gera okkur
víðsýnni og hvetja til nýrra átaka.
Að síðustu er vert að geta þess, að árið 1954 voru fjelaginu
gefnar trjáplöntum af Agnari Gunnlaugssyni, garðyrkjumanni
frá Kolugili, sem settar voru niður skamt frá Samkomuhúsi
sveitarinnar. — Hefur hann tvívegis gefið fjelaginu plöntur
síðan. — Fjelagskonur eru þakklátar fyrir þessa höfðinglegu
gjöf og vonast til að eiga eftir að njóta margra ánægjustunda í
trjálundi þessum, þegar tímar líða.
Stjórn fjelagsins skipa nú: Formaður Fríða Sigurbjörnsdóttir,
ljósmóðir, Sporði. — Gjaldkeri Guðrún Daníelsdóttir, Mel-
rakkadal. — Ritari Margrjet Jóhannesdóttir, Stóru-Ásgeirsá.
Stóru-Ásgeh-sá 18. júní 1957.
Margrjet Jóhannesdóttir.
JÓLAKVEÐJA
til Matthildar í Garði í Aðaldal.
Elsku systir mín.
Hjerna sendi jeg þjer Voghólmann með öllu blágresinu,
skrautpunti, Gleym mjer-ei, sóley og túnfífli, hvönn, víði o. fl.
Stípar, Kjartanshi-yggur og Galthóll er sunnan við Vogana,
og svo blessað Bláfjallið, altaf er það fallegt og virðulegt, þar
sem það gnæfir yfir öll hin fjöllin og segir með rjettlátu stolti:
„Jeg lít bara niður á ykkur alla hina vesalingana, þið eruð ekk-
ert í samanburði við mig!“
Já, þetta geta þeir sagt, sem eru stórir. — Sumum þeirra er
samt hætt við að detta, en Bláfjallinu er hvergi hætt, það
stendur í sinni tign og ró, þó ár og aldir líði.
Það eru nú um 50 ár síðan jeg var að rölta á eftir ánum mín-
um út Geitabrekkuna að vorlagi í blíðalogni og sólskini og var
að horfa vestur yfir vogana. — Þá fór jeg að hnoða saman vís-