Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 103
H lin
101
(Ásgeir var á leið til Alþingis, hann liafði æfinlega
skrínukost á þeim ferðum.)
Eftir þetta urðu sumir að fara á fyrsta pláss, þar lifði
maður í vellystingum praktuglega.
En þegar þessari löngu sjóferð var lokið, sýndi það sig,
að móðir mín var uppiskroppa með peninga, hafði ekki
búist við svo kostnaðarsamri ferð.
Þá kom Þorvaldur Thoroddsen til skjalanna, og bætti
úr þessum vanda, sem skapast hafði í bili. — Hann var að
koma frá Möðruvöllum. — Hann var alinn upp hjá Jóni
Árnasyni, þjóðsagnasafnara, og þangað var ferð okkar
heitið líka. (Móðir mín og Jón voru bæði systrabörn og
uppeklissystkin.)
Já, skrifstofu Jóns Árnasonar, sem við komum fyrst inn
í, man jeg eins og jeg hefði sjeð liana í gær (og gamla
frænda minn sitjandi í hrosshársfóðraða legubekknum).
Hann spurði mig strax hvað jeg kynni af sögum, og jeg
hóf frásöguna af „Kolfinnu krókríðandi“.
Annað eins fádæmi af bókum hafði jeg aldrei augum
litið, og mjer var sagt, að mjer væri velkomið að skoða
Jiær. — Jeg man enn hvaða bók jeg dró fyrst út, hún var
svo lítil og falleg, það var „Manfreð" í þýðingu Matthí-
asar.
Katrín Þorvaldsdóttir frá Hrappsey var kona Jóns
lrænda, fyrirmannleg og falleg kona, mikill skörungur.
Mjer var sagt að kalla þau: Systur og bróður.
Við vorum stundum við heyvinnu á túninu. — Þar koin
bjarni frá Vogi, hann jafnhattaði sáturnar og bar þær
þannig inn í hlöðu. — Það hafði jeg aldrei sjeð áður.
Þorvaldur, einkasonurinn, lá veikur, og jeg var stund-
um látin vera inrii, honum til skemtunar, þegar fólkið
var úti á túninu við heyskapinn. — Hann mátti ekki fara
a fætur, en stalst stundum í hljóðfærið, sem hann elskaði.
Hann dó um haustið, blessaður drengurinn. — Bana-
meinið var tæring. — Sorg drúpti yfir heimilinu. — Hljóð-