Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 149
HUn
147
Stað í Grunnavík, um að koma sjer upp kyrtli og vinna í hann
að öllu leyti sjálf.
Þetta er einmitt það ,sem jeg hugsaði um á mírnun yngri ár-
um. — Þessi spurning var svo þrálát í huga mínum: „Getur
búningurinn talist íslenskur, þegar efnið er útlent?“ — Nei,
aðeins sniðið.
Jeg lagði svo í það eitt sinn, meðan jeg var hjá mínum ágætu
foreldrum, að spinna þelþráð í vaðmál, sem jeg svo notaði í
peysuföt og klæddist lengi í, a. m. k. tvo vetur í Reykjavík,
hversdags.
Jeg held næstum það hefði mátt vefa einskeftu í kyrtil úr
þessum þræði, því hann var ámóta smár og tvistur. — Hann
var lagður eitthvað lengri á rakgrind en vanalegur þráður, en
sá klaufaskapur henti karlmennina, (en hjer var það þeirra
verk að vefa), að þeir röktu þar til þeim leiddist, og töldu þá
á grindina, og voru þá 1500 á, og einn þriðji eftir af hnyklunum,
svo vel helmingi lengri hefði voðin mátt vera, og meira, ef um
dúkvend, eða einskeftu, hefði verið að ræða.
Mjer þykir mjög vænt um, að þú vilt hugsa um tillögu mína
til ungu stúlknanna um kyrtilinn, því hann er tvímælalaust
þægilegasti búningurinn af öllum sparibúningum. — Og það er
alveg víst, að stúlkur, sem ekki hafa gengið í íslenskum bún-
ingi, mundu þola hann betur heldur en peysuföt eða upphlut,
sem þeim finst eðlilega miklu erfiðari en kjóll.
Þórdís Egilsdóttir, listakona á ísafirði, skrifar haustið 1957:
Jeg á eftir að segja þjer frá því, að jeg var boðin í 80 ára afmæli
Ragnheiðar ljósmóður Jónsdóttur, frá Stað í Grunnavík, þ. 18.
október s.l. — Hún var þá hjá dóttur sinni, Jónínu, og tengda-
syni sínum, Guðbjarti Ásgeirssyni í Ásbyrgi hjer í hæ. — Þar
var margt fólk samankomið. — Ragnheiður sómdi sjer vel og
var fyrirmannleg í nýja kyrtlinum, sem hún hjó sjer til að öllu
leyti sjálf: Vann efnið, óf og saumaði flíkina. Kyrtillinn var
hinn fallegasti.
Af Norðurlandi er skrifað vorið 1958: En því hef jeg svo seint
sent þjer línu, að í vetur, og reyndar 4 undanfama, hef jeg
dvalið hjá dóttur minni, sem býr í Reykjaavík, er þar kennari.
— Hún er með mjög miklum dugnaði búin að koma sjer upp
mjög góðri íbúð. — Jeg hef þessa vetur mest verið að dunda við
að vefa dregla á gangana og stofumar hennar, svo hún hefur
ekkert þurft að kaupa af því tagi. — í gangmotturnar hef jeg
10»