Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 138
136
Hlin
nættið fór hann að hátta, en ennþá hljómaði rödd Ara í eyrum
hans: „Auminginn hún Sigríður, hún átti þó von á svo góðu
frá föðurbróður sínum.“
Þegar að morgni leið, sá hann, — já, hann þóttist vaka, en
líklega var það þó draumur, — Sigríður stóð uppi yfir honupm,
og þótti honum hún vera á sama skeiði og þegar hann þekti
hana fyrst á nesinu, og þau voru bæði í blóma aldurs síns, en
hún var döpur í bragði, og undarleg angurblíða skein af augum
hennar. — Hann varð að líta undan, er hún horfði á hann, og
það var eins og hjartað ætlaði að springa í brjóstinu á honum.
— „Veist þú,“ sagði hún, „hvernig á því stendur, að þú hefir
orðið svona auðsæll hjer á nesinu? — Það er af því, að jeg
hjálpaði þjer til. — Grasið spratt vel, þar sem fótur minn
hafði stigið í sakleysi og gleði, og það gat ekki hjá því farið að
hið fagra blómgaðist þar, sem jeg hafði sjeð hin fyrstu blóm. —
Það var þessvegna, að þú reistir rammbygð hús og ljest smíða
örskreið skip. — Jeg hef verið með þjer. — Þú hefur verið
duglegur og framtakssamur, en það gekk þjer til, að þú
vildir gleðja mig, hina einu, sem þú hefur unnað. — Þú vissir
aðeins ekki sjálfur af því, og því hafðir þú eigi fulla ánægju af
vinnu þinni — en nú mun alt lagast — sjá nú kemur sólin upp.
— Komdu, jeg ætla að sýna þjer öll blómin mín fögru.“
Sigmundur opnaði augun. — Það var heiðríkt og bjart veður
og gullin ský í austri — voru það blómin fögru, sem Sigríður
hafði lofað honum? — Draumurinn hafði fengið svo á hann, og
honum var svo heitt um hjartaræturnar, að hann grjet, en það
hafði hann ekki gert síðan hann var barn.
Var það hann Sigmundur sjálfur, eða var það einhver ann-
ar? — Víst var það hann, og þó átti vinnufólkið bágt með að
þekkja hann. — Hvað gengur á? — Gamli Grani, reiðhestur
húsbóndans, stendur með reiðtygjum úti á hlaði. — Það er búið
að láta kornbagga upp á hann Rauð og skreiðarbagga á Blesa,
eins og þeir geta borið.
„Hvert ætlar þú að fara, húsbóndi góður,“ sagði Ólafur
vinnumaður, sem átti að fara með áburðarhestana. — „Austur
að Brekku, Ólafur minn, jeg ætla að ríða á undan, kom þú á
eftir eins fljótt og þú getur,“ sagði Sigmundur, og reið í loftinu
niður túnið, og ljet Grana taka á því sem hann hafði til. — Það
var yfir fjallveg að fara fyrir Sigmund, og það var liðið af nóni,
þegar hann var kominn svo langt, að halla tók undan fæti. —
Vegurinn var grýttur og erfiður fyrir hestinn, og það gekk
seint niður hlíðarnar. — Þegar hann var kominn ofan á jafn-