Hlín - 01.01.1958, Page 48
Hlín
4f>
konu minni síðasta spölinn. — En nú hefur hún verið
lögð til hvíldar í Lundarkirkjugarði. — Mjöllin mjúk og
hvít hylur nú leiðið hennar.
Lannig týnast samferðamennirnir smátt og smátt úr
lestinni, og við, sem enn erum ofan jarðar, horfum á eftir
þeim. — Enginn getur bætt manni horfna vini, því „aldr-
ei deyr, þótt alt um þrotni endurminning þess sem var“.
— En það er líka gott að eiga góðar endurminningar um
samferðafólkið, því góðar minningar verma hjartað á
meðan æfin varir.
Jeg óska Hildi og öðrum horfnum vinum blessunar
Guðs í nýjum heimi.
Skrifað í janúarmánuði 1952.
Kristín Vigfúsdóttir, Gullberastöðum í Lundarreykjadal.
Ingibjörg Jónsdóttir Guðmundsson,
8123 Foothill Boulevard, Sunland, Los Angeles,
Kalifornía, Bandaríkjum.
Ingibjörg Jónsdótlir
GuÖmundsson.
Kaflar úr brjefum:
Jeg veit ekki hvað jeg á
helst að segja þjer í frjett-
um. — iÞú munt helst óska
•að jeg segi eitthvað af mjer
og mínum, og er þá skemst
yfir sögu að fara, að jeg hef
margt að vera þakklát fvrir.
— Heilsa mín má heita góð,
því nú er jeg 84 ára gömul,
átti afmæli 21. júlí 1958. —
Jeg misti manninn minn
fyrir rúmum 4 árum síðan,
Iiann varð 83 ára gamall. —