Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 150
148
Hlín
eingöngu fengiS afganga (ullarefni) frá kápustofum. — Það er
mikið verk að klippa það niður, en fljótlegt að vefa.
Jeg hef varla haft tal af konunum í sveitinni enn, síðan jeg
kom heim, enda mikill annatími alstaðar um sauðburðinn. —
Veit ekki gjörla hvað kvenfjelagið hefur starfað í vetur. — Hitt
man jeg, að nú á kvenfjelagið 50 ára afmæli í sumar og löngu
ráðgert að minnast þess á einhvern hátt.
Á síðastliðnu ári voru sett upp gegnlýsingartæki í Læknis-
bústaðnum á Kópaskeri. — Gengust kvenfjelögin fyrir því máli
og lögðu talsvert fje til kaupanna. — S.
Úr fjalldal á Norðurlandi haustið 1957: Nú er kominn mikill
snjór og láta skepnur mjög illa við jörðinni, enda skjót umskifti
eftir hið dásamlega sumar og áfellalausa haust. — Blessuð
rjúpan kemur í stórum hópum og sest í greinar trjánna í garð-
inum, og þrösturinn hefur ei yfirgefið garðinn ennþá. — Hann
verpir nú orðið á hverju sumri í grenitrjánum.
Jeg hef engan kött, svo litlu fuglarnir geta verið áhyggju-
lausir um afkomu unganna sinna. — Söngur þeirra berst ang-
urblítt inn um gluggann. — En aldrei er hann fegurri en á
vorin, þá eru þeir svo glaðir við hreiðurgerð og sambú við ást-
vin sinn. — Nú blunda öll fallegu blómin undir mjallarfeldin-
um hvíta og bíða komu vorsins. — Oll náttúran tekur nú hvíld,
uns geislar vorsólarinnar vekja hana til dáða og starfa á ný.
Af Norðurlandi er skrifað: Hjer hefur verið mikill snjór, svo
að naumast varð komist um jörðina nema á skíðum og svo jarð-
ýtum og snjóbílum. — En nú er milt veður og vorið í nánd. —
Hey eru næg í sveitinni í heild, hvernig sem vorar. — Það er
nú gott, því ósköp svarf kvíðinn að mönnum þegar þau voru af
skornum skamti. — Mikill er munurinn, hve fólkið á betra nú
en áður, bara raunalegast hvað það er lítið betra sjálft en áður.
— Mannúðin er þó meiri við menn og málleysingja, og ekki
megum við vanmeta þá framför.
Úr Ámessýslu er skrifað á einmánuði: Jeg fór til Vestmanna-
eyja í haust, og er nú nýkomin, jeg var hjá yngstu dóttur minni,
sem þar er búsett. — Mjer leið þar ágætlega vel, sá ekki neinn
vetur þar, þar var alautt í allan vetur. — Fólkið þar fanst mjer
sjerstaklega vinalegt og gott. — Það er nú reyndar allsstaðar,
sem manni mætir vinsemd og hlýja. — Mjer líður sæmilega,
hvað heilsunni viðvíkur, með því að hafa það rólegt og.,gott, get
þó dundað við handavinnu mjer til ánægju. — Svo má jeg vera