Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 152
150
Hlin
Jeg hef um 90 merkur í mál, og það er lengi verið að skilja
og koma þessu í mat, mikið smjör að hnoða.
Gamall kennari skrifar: Mjer finst altaf jeg hafa nóg að gera
hjer, þótt jeg sje genginn frá störfum. — Það hljómar skrítilega,
en er þó satt. — Það þurfa altaf einhverjir að vinna þau verk,
sem engir peningar koma á móti, meðan aðrir vinna fyrir kaup-
greiðslum og jafnvel raka saman fje, til þess svo, margir hverjir,
að nota það öðrum til óþurftar, en sjálfum sjer til bölvunar.
Nóg um það. — Þá vil jeg heldur taka minn hlut þannig.
Úr Þingvallasveit er skrifað vorið 1958: Fjelagið okkar er
komið þó nokkuð yfir fertugt, og lifir enn, þó fáar sjeum við
orðnar. — Guðrún Einarsdóttir á Kárastöðum var lífið og sálin
í fjelaginu og formaður lengi vel. — Dætur hennar halda trygð
við fjelagið, þó þær sjeu fluttar til Reykjavíkur.
Fjelagið hefur eina skemtun , seinni part sumars, ár hvert, í
Valhöll á Þingvöllum og tekst hún altaf ljómandi vel, altaf fult
hús af besta fólki, og fer skemtunin vel fram.
Úr Vopnafirði er skrifað haustið 1957: Fjelagshiemilinu mið-
ar hægt áfram, en þó kom góður fjörkippur í það í sumar. —
Við erum aðilar að Bandalagi íslenskra Leikfjelaga, og því var
okkur gefinn kostur á að fá hingað leikflokkinn frá „Riks-
teatret11. Og fanst okkur alt tilvinnandi að svo mætti verða, og
var því kepst við að fullgera búningsklefa, og yfirleitt að gera
húsið svo úr garði, að leika mætti í því, og tókst það. Sýningin
tókst með ágætum. Aðsókn prýðileg og undirtektir einnig. —
Þrjú heimili tóku á móti hópnum og veittu allan beina.
Jeg held að leikararnir hafi verið vel ánægðir, þrátt fyrir
þennan stóra krók, sem lagður var á leiðina.
Kona, sem einusinni var nemandi í Laugalandsskóla, skrifar:
Sigurlaug frændkona þín, frá Höfnum, sem síðar giftist síra
Lúðvík Knudsen, var kennari á Laugalandi hjá Valgerði móð-
ursystur minni, þegar jeg var þar nemandi.
Svi fór hún með okkur systrum að Sauðanesi austur um
sumarið. — Hún kendi okkur bæði að ganga æðarvarp, hreinsa
dún og að tína úr honum fjaðrir og annað, sem þar átti ekki að
vera.
Við höfðum bæði skemtun og gagn af komu Sigurlaugar.
Við vorum svo altaf vinkonur, þegar báðar voru búsettar í
fleiri ár í Húnavatnssýslu. — J. H.