Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 153
Hlin
151
Nokkur orð frá kvenfjelagi Fljótshlíðar: Kvenfjelag Fljóts-
hlíðar starfar á sama grundvelli og önnur fjelög innan kven-
fjelagasambandanna, þ. e. að menningar- og líknarmálum. —
Fjelagið er heldur fáment, en tekst þó furðanlega að afla sjer
fjár, er það leggur svo fram til styrktar ýmsum góðum málefn-
um, hæði í sinni sveit og utan hennar.
Skyldufundir eru aðeins fjórir á ári, en til þess að styrkja
fjelagsandann komum við saman og skemtum okkur nokkrum
sinnum á vetri, höldum þá svokölluð „Baðstofukvöld“, einnig
höldum við spilakvöld.
Um jólin reynum við að gleðja börnin með samkomu, en á
Góunni efnum við til samkomu fyrir alla í sveitinni. — Fjelagið
efnir einnig til hátíðahalda 17. júní, ásamt öðrum fjelögum í
hreppnum.
Opinberar samkomur, til þess að afla sjer tekna, heldur
fjelagið oftast vor og haust.
Vinna við samkomur fjelagsins kemur yfirleitt jafnt niður á
alla fjelagana, þannig, að nefndirnar koma til stai'fa eftir fyrir-
fram ákveðinni röð. — Á sumrin förum við stundum í skemti-
ferðir og berjaferðir, ef mikið er um ber. — N. J.
Merk kona skrifar veturinn 1957: Jeg hef nú lesið „Hlín“ oft,
afmælisritið, og þykir það mjög ánægjulegt. — Jeg dáist að því,
hvað þjer tekst að ná til fólksins út um sveitir landsins, og færð
það til að skrifa þjer, svo margbreytilegt um hugsanir sínar,
störf og venjur. En með þessu fæst fróðleikur um hugsunar-
hátt og athafnir fólksins hvarvetna á landinu og stuðlar að við-
haldi þjóðlegrar sveitamenningar, sem ekki veitir af að hlynna
að með öllu móti.
Sannarlega hefur þú unnið stórvirki á þessu sviði.
Úr brejfi frá Akureyri: Ánægjulegt var það að Nonnahúsið
skyldi komast upp. — Mjer þykir vænt um gömlu húsin í Fjör-
unni. — En einn er sá partur af bænum, sem enn heldur sín-
um gamla svip, það er „Búðargilið". — Það er alveg dásam-
legur staður! Jeg var að reyna að ná myndum þaðan áður en
jeg fór í höfuðskurðinn í Danmörku í fyrravor, en varð að
hætta í miðju kafi. — Jeg gekk út á gilbarminn í haust og leit
yfir staðinn, en sá þá mjer til gremju, að búið var að breyta
einu húsinu, sem var alveg sjerstakt í sinni röð, en við því er
ekkert að segja. — Jeg á samt lauslega teikningu af því, svo
jeg ætla mjer að reyna að festa það á blað eða ljereft áður en
lýkur.