Hlín - 01.01.1958, Side 75
Hlin
73
Á miðöldunum hrakaði garðrækt mjög í Evrópu, og þá
dóu út margar þeirra dýrmætu tegunda, sem fluttar
höfðu verið frá Austurlöndum til rómverska ríkisins.
Seint á 15. öldinni var á Ítalíu prentuð bókin Opus
Ruralium Commodorum. — Handritið að þessari bók
hafði verið tekið saman 100 árum áður al Piero Crescenzi.
Hafði hann sarnið það upp úr ritum gamalla rómverskra
garðyrkjumanna og bætti auk þess við hugleiðingum um
garðyrkju frá eigin brjósti. — Þessi bók, sem upphaflega
var skrifuð á latínu, var fljótt þýdd á ítölsku, frönsku og
þýskt alþýðumál. — Útkoma þessa ritverks hafði geysimik-
il áhrif, svo mikil að talið er að þangað megi rekja upp-
haf endurreisnartímabils garðyrkjunnar. — Alþýðufólk
var hvatt til að eiga garða, liversu litlir sem þeir væru, en
auðkýfingarnir spreyttu sig á að skipuleggja stóra garða.
— Þessir endurreistu garðar, bygðir á hinum gömlu,
rómönsku görðum, náðu liámarki sínu í garðinum í
Versailles í Frakklandi, sem André Le Notre gerði fyrir
Lúðvík konung XIV.
Hollenski garðurinn var ekki líkur l'ranska garðinum,
en samt mjög formfastur og skift í smá blómabeð.
Áhrif rómverska garðstílsins náðu til Englands, en
þangað bárust einnig á átjándu öl^inni bækur um kín-
versku og austurlensku garðana. — Útkoman varð sú, að
þar var þessum tveim garða-gerðum (formum) blandað
saman. — Úr þeirri blöndu varð til hinn „týpiski“ enski
garður. — 'Þar er nokkuð af kliptum trjám og runnum og
limgerðum, en einnig frjálsleg svæði, sem minna á
ósnortna náttúruna. — Grasflöt, umkringd blómabeði
með óreglulega, en fallega skipulögðum skrautjurtum.
Tjörn, eða gosbrunnur, er gjarnan í garðinum.
Ameríski garðurinn er mjög í hinum enska stíl.
Á Spáni, í Mexíkó og í þeirn löndum er byggðust frá
Spáni, eru garðarnir í hinum svonefnda spænska stíl. — i
slíkum görðum er tjörn eða vatn, smá blómabeð í nánd