Hlín - 01.01.1958, Side 78
76
Hlin
Crocus — Dverglilja: Ættuð frá Miðjarðarhafslöndum. Þrífst
vel hjer á landi. — Næringarrík, sendin mold og sól á best við
hana. — Blómgast í apríl—maí.
Túlípanar: Mjög fögur laukblóm, og mikið ræktuð víða um
heim. — Þrífast vel hjer, en ekki altaf fjölærir. — Upprunateg-
undirnar eru margar. — Þeir breiddust út til Evrópu frá Tyrk-
landi, Litlu-Asíu og Afríku. — Hollendingar eru framúrskar-
andi um ræktun túlípana, og í síðustu styrjöld notuðu þeir
túlípana-lauka til matar. — Afar mörg afbrigði eru í ræktun.
— Hjer henta best þær tegundir, sem ekki eru mjög snemm-
blómstrandi, t. d. Darwin- og Triumphtúlípanar. — Túlípanar,
og laukblóm yfirleitt, þola ekki nýjan húsdýraáburð. — Eftir
blómstrun á að fjarlægja fræhúsin. — Betra er að skýla túlí-
panabeðin á vetrum. — Kalkborinn jarðvegur á vel við þá. —
Blómstra í maí—júní.
Narcissur — Páskaliljur: Yndisleg blóm, fagurgul. — Þrífast
vel hjer. Þola meiri skugga en túlípanarnir. — Þær geta
blómgast mörg ár á sama stað. — Páskaliljur eru gömul eftir-
lætis garðblóm. — Grikkir, Rómverjar og Egyptar ræktuðu þær
í fornöld. Nú eru mörg afbrigði í ræktun. — Páskaliljur ættu
að vera í hvers manns garði, fá blóm jafnast á við þær að feg-
urð og yndisleika. — Blómgast í maí.
Af fjölærum blómum nefni jeg:
Áriklur: Harðgerð jurt, lágvaxin. Ýmislega lit blóm, tvílit,
ljóst eða dökkt auga í miðju. — Ilmandi. — Áriklum þarf að
skifta oft, því þær vilja vaxa upp úr moldinni. Þurfa gamlan
áburð. Blómstra í maí—júní. Fjölgað með skiftingu eða fræi. —
Ættuð frá Alpafjöllum.
Doronicum — Hjartarfífill: Um það bil 30 tegundir af
Doronicum vaxa viltar í tempraða beltinu í Evrópu og Asíu, en
fáar þeirra eru ræktaðar sem garðblóm. Doronicus Cacasicum
blómstrar í maí, er 30—40 sm. hátt með fagurgulum körfublóm-
um. — Gerir litlar kröfur. — Þrífst best í vel áborinni, rakri
garðmold á skuggsælum stað.
Lúpínur — Úlfabaunir: Háar, skrautlegar jurtir, sjerstaklega
Russels-afbrigðin. — Litur þeirra er margvíslegur: hvítur, blár,
rauður, bleikur. — Fjölgað með fræi og skiftingu. Blómgast í
júlí. — Þær þola ekki húsdýraáburð, bæta moldina sjálfar eins
og smári og fleiri ertublóm. — Sólarblóm. — Ljett skýli á
vetrum. — Ættuð frá Norður-Ameríku.
Delphinium — Riddaraspori: Delphinium-tegundirnar eru
taldar vera um 200 viltar, bæði ein- og fjölærar, og finnast í