Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 80
78
Hlín
Tvíær eru:
Dianthus Barbatus — Stúdentanellíka. Falleg, auðveld í
ræktun. — Sá til hennar úti fyrra árið. Ekki að skýla yfir vetur,
er sígræn, og þær jurtir þola illa skýli. — Blómstrar á öðru ári.
— Vilt í Evrópu og Asíu.
Digitalis — Fingurbjargarblóm: Myndar blaðhvirfingu fyrra
árið, en ber bjöllulaga blóm á háum stöngli seinna árið, og er
þá mjög fallegt og tilkomumikið blóm. — Getur orðið á annan
metra að hæð. — Vex í góðri garðmold og launar áburð með
ríkulegri blómgun. — Vex vilt víða um Evrópu. — Tegundin
Excelsior sjerstaklega fögur. Kýs skuggasælan stað.
Papaver Nudicaule — Garðasól eða Síberískur Valmúi:
Blómsælt, 20—40 cm. hátt. Blómin marglit. — Englendingar
kalla þetta blóm íslenskan Valmúa. — Stundum fjölært.
Bellis — Fagurfífill: Skrautlegir, lágvaxnir. Vaxa sem illgresi
á engjum og í haga margra Evrópulanda. — Mörg prýðileg af-
brigði eru ræktuð sem garðblóm. — Þola vel flutning. — Hjer
eru þeir tvíærir eða fjölærir.
Af einærum jurtum eru fjölmargar tegundir, sem gefa ágæta
raun hjer á landi, og eru ómissandi með öðrum blómum í garð-
ana. — Þeirn þarf að sá á vorin, flestum inni, sumum í febrúar,
marz og apríl. — Einstaka tegundum er þó best að sá úti.
Eftirtöldum fjórum tegundum er heppilegt að sá inni í
febrúar:
Stjúpur: Þær eru einhver vinsælustu sumarblómin í ræktun,
enda bæði falleg og fjölbreytt. — Þær eru komnar af þrílitu
Evrópufjólunni, kynbættar, valdar og blandaðar. — Þær má
einnig rækta sem tvíærar, eru þá fyrri í blóma.
Lobelía — Brúðarauga: Lágvaxin, blómsæl. — Flest afbrigði
blá, sum með hvítu auga. — Einnig til hvít og rauð afbrigði. —
Góð jaðarplanta. — Ættuð frá Suður-Afríku.
Mimulus — Apablóm: Gul og rauðflekkótt blóm eða einlit
rauð. Kjósa rakan, skuggsælan stað. — Vilt í Ameríku og
Armeníu.
Aster — Stjörnufífill: Til eru margar tegundir af einærum
Aster. Mjer finst sá lágvaxni skemtilegastur. — Ættaður frá
Kína og Japan.
Seint í mars er gott að sá þessum tegundum:
Calendula — Morgunfrú: Alþekt, fallegt sumarblóm. — Af-
brigðið Radio ber af öðrum afbrigðum. — Ættaður frá Suður-
Evrópu.