Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 145
Hlín
143
er verið. — Hjer er heimilishald alveg eins og á hverju öðru
þriggja manna heimili. — Við höfum altaf nóg að bíta og
brenna, og höfum aldrei þurft að líða neitt harðrjetti hjer. —
En það er fyrirhyggjuleysi að fara hingað út og vera ekki við
því búinn að teppa geti orðið.
Við lukum okkar verki hjer í gær, og bíðum nú eftir að vera
sótt. — í dag hefur verið stíf norðangola. — Nú er að lygna,
sólskin hefur verið í allan dag og verður í alla nótt, því hjer og
í Fagradal sest ekki sól 3 vikur um sólstöðurnar. — Eyjan er
nú eins og gulli roðin og allur sjóndeildarhringurinn, sem er
víður og fagur. — Við förum upp á sjónarhóla, sem hjer eru,
háar og fallegar þrjár hamraborgir, og sjer vel í allar áttir. Það
blasir við manni Vopnafjarðarflói, og sjer inn undir kauptúnið
í norðvestri. Langanes í norðri, þá Hjeraðsflói í austri og suðri,
hafið í austri. — Svo er fjallahringurinn í suðri og vestri, alt út
á enda Ósafjalla í suðaustri. Þá kemur þar fram Hafnarbjarg í
Borgarfirði og fjöllin þar fyrir austan, austur með Víkunum,
sem kallað er. Einnig sjer inn í mynni Borgarfjarðar. — Þetta
er, eins og jeg sagði, víður og fagur sjóndeildarhringur. — Víst
held jeg að skáldi hlyti að detta fallegt stef af vörum um slíka
sýn. — Þá held jeg að málari hefði góða fyrirmynd.
Nú er þessu lokið fyrir mjer í þetta sinn. — Guði fel jeg hvort
það verður í síðasta sinn. — En ef það er hans vilji að gefa mjer
líf og heilsu, vona jeg að geta komið aftur.
Við erum að vonast eftir að verða sótt á morgun, og ábyggi-
lega ef veður leyfir. — Jeg er búin að taka til ofurlítið af ýmsu,
sem jeg skil eftir, sem gæti orðið til að ylja þeim, sem kynni að
koma hrakinn, þó jeg voni og biðji að enginn ætti að verða
skipreka eða á nokkurn hátt teptur hjer að vetrarlagi. — Það
er altaf hjer búslóð: Nauðsynlegustu eldhúsgögn og áhöld til
að borða með, nokkuð af eldiviði og rúmföt dálítið, eða í tvö
rúm. — í eldhússkápnum er kaffi, sykur, haframjöl og hveiti í
glösum. — Auðvitað er þetta lítið, og ekkert til að lifa lengi
við, en notalegt að byrja með. — En það hefur aldrei komið
fyrir neitt, sem benti til að neinn þyrfti á þessu að halda, og
vona jeg að svo verði áfram. En jeg hef gaman af að skilja
þetta eftir. — Og kofinn okkar, þó lítill sje, geymir þetta svo
vel, að ekki verður á betra kosið, og get jeg alt notað næst, er
jeg kem, sem jeg skil eftir. — Þegar jeg fer út úr kofanum, bið
jeg Guð að blessa þennan litla mannabústað, hverjir sem á hon-
um þyrftu að halda.
Oddný S. Wínm, Fagradal í Vopnafirði.