Hlín - 01.01.1958, Qupperneq 121
Hlín
119
Frjettapistill úr Kjósinni.
Ritstjóri „Hlínar“ hefur mælst til þess að fá frjettapistil úr
Kjósinni.
Við þessu er sjálfsagt að verða, eftir því sem efni standa til.
— En þá er spurningin þessi: Hvað skal til tínt og hverju slept?
— Ekki vantar það, að hjer eru starfsfúsar vinnuhendur eins
og víðar á landi voru. — Kemur mjer þá helst í hug þau fjelög,
er starfa að ýmsum málum hjer í sveitinni, en þau munu vera
um 10 talsins, svo vænta mætti, að eftir þau lægi allmikið
starf. Og má það til sanns vegar færa, þar sem sum þeirra munu
vera búin að starfa milli 70 og 80 ár. — Búnaðarfjelagið mun
vera þeirra elst (80 ára) og þar næst Lestrarfjelagið, sem er
milli 60 og 70 ára, þá Ungmennafjelagið „Drengur", stofnað
1915.
Fjelagslíf hefur, það sem af er vetrar, verið heldur með
minna móti, sökum óhagstæðrar veðráttu. — Þó ótrúlegt megi
virðast, eru það helst konurnar, sem ekki hafa látið veðráttuna
hamla sjer frá því að koma saman. — Vinna þær að ýmsum
mannúðarmálum, sjerstaklega þar sem hjálpar er þörf vegna
erfiðra heimilisástæðna. — Einnig hafa þær námsskeið, ýmist
í saumum eða matartilbúningi. — Þá hafa þær keypt ýms áhöld
til þess að ljetta undir við innanhúsverk. — Eiga þær nú 2
prjónavjelar, vefstól, spunarokk, sem ýmist er handsnúinn eða
gengur fyrir rafmagni o. fl. — Alt er þetta á vegum Kven-
fjelagsins. — Á hverju ári fara konurnar eina eða tvær hópferð-
ir, bæði út um bygðir landsins og í leikhús. — í stjórn fjelagsins
eru nú: Kristín Jónsdóttir, Káranesi, formaður, Kristín Jakobs-
dóttir, Sogni, fjehirðir, og Unnur Hermannsdóttir, Hjalla, ritari.
Hjer starfar einnig Slysavarnardeild, Fiskiræktarfjelag,
Skógræktarfjelag og svo tvö söngfjelög: Kirkjukór og Karlakór.
— Öll starfa þessi fjelög að sínum sjermálum, en þó öll með
það fyrir augum að bæta og fegra sveitina á ýmsan hátt.
Sum af þessum fjelögum, sem hjer hefur verið minst á, eru
ung að árum, t. d. Skógræktarfjelagið, sem var stofnað á s.l.
ári. — Að sjálfsögðu liggur því ekki mikið eftir það, en áður
var á stöku stað hafinn vísir að skógrækt við sum heimili í
sveitinni og við Reynivallakirkju.