Hlín - 01.01.1958, Page 28
Illín
26
Það mun mega fullyrða, að Dóróþea Gísladóttir átti
sinn gilda þátt í því að jörðin Hofsá í Svarfaðardal er nú,
þegar þetta er ritað, eitt með fallegustu og bjargvænleg-
ustu býlum í hjeraðinu. — Má því við bæta, að 6 eru
synir þeirra Hofsárhjóna, allir uppkomnir, atgerfis- og
myndarmenn,
Mörg síðari æfiár sín var Dóróþea Gísladóttir biluð að
lieilsu. Hvarf hún þá stundum til Reykjavíkur í læknis-
leit og sjer til hressingar. — Fjekk hún af þessu heilsubót
nokkra, svo hlje urðu alllöng og rof á milli bylja. Ljet
lnin það ekki ónotað og drýgði dáð og annaðist heimilis-
störf, þegar vinnufriður gafst. — En þar kom að síðustu,
að engu starfi mátti hún gegna, og lá hún þá livað eftir
annað á Sjúkrahúsi Akureyrar. — Máttu læknisdómar lítt
gegn því böli rísa, svo örvænt þótti um heilsu hennar og
líf. — Var það síðast til ráðs tekið að flutt var hún suður í
Reykjavík, ef vera mætti að eitthvað ynnist til hjálpar
líðan hennar og lífi. — En þar andaðist hún eftir aðeins
stundardvöl þ. 22. nóv. 1954, þá rúmlega 58 ára gömul.
iÞegar litið er yfir æfiferil Dóróþeu Gísladóttur, verður
eigi annað sjeð en að gott erindi ætti hún í jarðheim og
heillasending væri hún Svarfaðardal og Svarfdælingum.
Þórdís Stefánsdóttir.
Fædd 27. október 1869. — Dáin 7. apríl 1956.
Það eru nú í haust rjett 50 ár síðan Þórdís, vinkona
mín, tók á móti mjer opnum örmum á Akureyri, þegar
jeg var að koma frá Noregi öllum ókunnug til að taka við
forstöðu Barnaskólans, eftir nær þriggja vikna ferðalag
með „Agli“ gamla.
Það var gott að eiga Þórdísi að í þann tíð og jafnan síð-
an. — Við höfðum kynst í Noregi þau ár, sem Þórdís