Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 137
Hlín
135
upp úr vasa, sem var innan á henni, dökkleitan selskinskamp-
ung og var vafið seglgarnsspotta utan um. — Hann átti bágt
með að leysa hnútinn, en loksins dró hann þó fram úr kamp-
ungnum gult og böglað brjef og rjetti Sigmundi.
Sigmundur stokkroðnaði, en tók þó við brjefinu með skjálf-
andi hendi. „Það er heitt í dag,“ sagði hann, til þess þó að
segja eitthvað.
„Það má nú segja,“ sagði maðurinn, „jeg hef líka fengið að
kenna á því, það er löng og erfið ganga hingað suður að Nesi.“
„Gerðu þá svo vel að ganga í bæinn og hvíla þig, það stendur
ekki lengi á því hjerna að hita kaffið, svo skal jeg seinna tala
við þig um erindið.“
Sigmundur las brjef bróður síns í einrúmi.
„Fátækt — eymd og volæði — veikindi og dauði, — það er
þetta gamla, sem allir ónytjungar stagast á, af því þeir nenna
ekkert að gera. — Hvað vildi hann þar? — Hvað gekk honum
til að taka Sigríði frá mjer, og láta hana svo búa við sult og
seyru? —Hann á ekki betra skilið, það er best hann liggi þar
sem hann er kominn."
Um miðsumarleytið er nóttin á ísland nærri eins björt og
dagurinn. — Ari vildi því fyrir hvern mun komast á stað um
kvöldið, til þess að ná í ferjuna á Olfusá fyrir háttatíma. —
Þegar hann ætlaði á stað, sagði hann við Sigmund: „Þakka þjer
fyrir góðgerðirnar, en hverju á jeg að skila frá þjer?“
„Hverju lofaði Vigfús á Brekku þjer fyrir ferðina?“ sagði
Sigmundui'.
„Tveim dölum,“ sagði Ari.
„Það er of lítið fyrir svo langa ferð,“ sagði Sigmundur. —
Hann tók tvær nýslegnar spesíur upp úr buddu sinni, rjetti
þær að Ara og sagði: „Það væri skömm að því að láta þig fara
svo langa leið fyrir ekki neitt. — Taktu við þessu, og gangi þjer
vel ferðin.“
„Þakka þjer fyrir mig,“ sagði Ari og hvarf á braut, en um
leið og hann fór, sagði hann í hálfum hljóðum, eins og hann
væri að tala við sjálfan sig: „Auminginn hún Sigríður. — Hún
átti þó von á svo góðu af föðurbróður sínum.“ — Að svo mæltu
hóf hann gönguna og var þegar horfinn.
Sigmundur studdi hendi sinni á vegginn, eins og hann ætlaði
að hníga niður. — Það var eins og ský drægi fyrir augu þrek-
mannsins, og hann varð að setjast, hann hafði engan frið
á sjer. — Það var þá enn til ein Sigríður — hvernig stóð á
því, að enginn hafði sagt honum neitt af henni? — Um mið-