Hlín - 01.01.1958, Page 143
Hlin
141
f BJARNAREY.
Jeg var búin að lofa því að skrifa þjer úr Bjarnarey eins og
þú baðst mig um. — En því miður get jeg nú lítið sagt, sem jeg
hef ekki skrifað áður. — Engar breytingar gerast í Bjarnarey.
Samt sem áður er altaf gott hjer að vera. Það er sami friðurinn
sem umkringir mann, og maður fær tíma til að hugsa, og til að
sannfærast um það, að það er yfir manni vakað, og að finna til
þess, að þrátt fyrir allar uppfyndingar, vjelakost og þægindi,
sem auðvitað er mikilsvert, þá er nú maðurinn samt bara lítið
„kríli“, sem hefur fulla þörf á því, „að yfir honum sje vakað“,
og sömuleiðis þörf á því að trúa því og láta það gleðja sig, að
til eru kærleiksrík og algóð máttarvöld, sem vaka. Og það, að
finna sig studdan slíkri hjálp, ætti ekki að drepa sjálfsbjargar-
viðleitni nokkurs manns, heldur þvert á móti vera honum hjálp
til að sækja fram. Sjeu áformin góð og heiðarleg, þá er áreið-
anlega víst að maðurinn er studdur. Og ef það verður á annan
hátt, en búist var við, kemur það samt í einhverri mynd, og er
andlega þroskandi að athuga það. — Þegar friður og kyrð um-
kringir mann, og eins og jeg býst við að sumum mundi kannske
finnast, of lítil tilbreyting, þá er af svo miklu efni að taka, að
nægt getur lítinn tíma, að hugsa um allar þær dásemdir, sem
„móðir náttúra" lætur daglega fyrir augu bera. Að athuga það
og hugsa um þann kraft, sem því öllu stjórnar, er mikilfenglegt
umhugsunarefni, sem kanske er of lítill gaumur gefinn í öllum
hraðanum og friðleysinu, sem alt ætlar að æra, og er oft langt
um of æsandi.
Mjer dettur oft í hug, þegar fagurt er og friðsælt hjerna, orð
sem Jóhannes úr Kötlum sagði einusinni við mig: „Þú átt gott
að vera um tíma í friðnum í Bjarnarey.“ — „Já, víst á jeg gott,
en jeg get nú samt ekki orðið skáld fyrir það, því miður. En
skáldi gæti vafalaust orðið hjer yrkisefni.“
í þetta sinn komum við ekki út hingað fyr en 13. júní. — Það
var mikið í síðasta lagi, þó komið hafi fyrir áður, þegar ekki
fæst hagstætt sjóveður. — Og þó ekki sje stórveður, er oft lítið
um logn nú um tíma.
Það var tvisvar búið að fara í varpið áður en við fluttum út,
og auðsjeð, að það var að mestu verpt, mjög lítil eggjataka, því
altaf leið of langt á milli. — En fuglinum leið vel, nú er hann
hraustur. — En seint gengur varpinu að ná sjer upp eftir fugla-
dauðann 1952—53. — Það er nú ekki enn orðið nema rúmlega
1300 hreiður, sem árið fyrir fugladauðann var 2555 hreiður. —