Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 99
Hlín
97
Sessa, saumuð af HeiSbjörtu Björnsdóttur, Sjávarborg, eftir krosssaums-
sessu, sem Elínborg Pjetursdóttir á Sjávarborg, áður prestkona á Mæli-
felli, saumaði 1863 handa l’jetri syni sínum, er hann fór í skóla. Saumuð
við lýsislampaljós. Sessan var áður eign Jóhönnu Pjetursdóttur á Sjávar-
borg, sem gaf Heiðbjörtu sessuna, sem föðuramma hennar hafði saumað.
I>að var álit Jóhönnu, að Elínborg hefði ekki farið eftir neinu munstri.
Eftir Elínborgu er líka altarisbríkin á Mælifelli. Einnig mynd i ramma
í Sauðárkrókskirkju, sem upphaflega var í Sjávarborgarkirkju, en Sjávar-
borgar- og Fagraneskirkjur voru sameinaðar í Sauðárkrókskirkju. Elín-
borg naut góðrar hjápar bróður síns, Brynjólfs Pjeturssönar í Kaup-
mannahöfn, um útvegun efnis til hannyrða. Elínborg var sömuleiðis talin
mjög vel hagmælt.
Ojin tuskuteppi.
Ofin tuskuteppi ættu að vcra til á hverju heimili í landinu, eins og cr
lijá nágrannaþjóðum okkar. En það þarf að vanda til þcirra, þó efnið
sje nærtækt: IClippa jafnt og vel niður, velja sams konar efni í hvern
renning, aðgæta vel jaðrana og slá fast að. Þá þarf uppistaðan að vera
sterk, lielst selanetagarn. Striga má nota í fyrirvaf með góðum árangri.
Klippa ]>nrf eftir þræði og kasta saman jaðrana. Engar ýlur. — II.
Sampyhkt frá funái S. N. K. i Strandasýslu i júnimánuSi 1958.
í tilefni af erindi Huldu Á. Stefánsdóttur á fyrsta degi fundarins, kom
fram eftirfarandi ályktun:
„Fundurinn lýsir ánægjtt sinni yfir þeirri stefnu kvennaskólans á
Blönduósi, að hafa tekið upp kenslu í undirstöðuatriðum tóvinnu, og
forða þannig frá algerðri gleymsku þessari þjóðlegu starfsgrein, svo að
þær stúlkur, sem til þess eru hæfar, geti síðar þroskað smckk sinn og við-
lialdið þessari fornu listgrein."