Hlín - 01.01.1958, Síða 41
Hlin
39
„í því skyni,“ segir
ritstjórinn, „bregð jeg
mjer austur að Stokks-
eyri á fund Margrjetar
Júníusdóttur, en hún
hefur lengst allra kvenna
á íslandi starfað sem
rjómabústýra, eða frá
því í júní 1908 fram á
árið 1952, en þá lagði
hún síðast í strokk sinn
í Baugsstaðarjómaskála í
Gaulverjabæjarhreppi.
Margrjet segir:
„Jeg er fædd í Syðra-
Seli á Stokkseyri 19. nóv.
1882. — Foreldrar mínir
voru Júníus Pálsson og Ingveldur Erlendsdóttir. — Móðir
mín dó, þegar jeg var 18 vikna gömul, varð úti í blindbyl,
var að koma frá sauðahúsi á vertíð 1883. — Eftir þetta
ólst jeg upp hjá föðurömmu minni, Margrjeti Gísladótt-
ur í Syðra-Seli. — Hún ól líka upp Pórdísi Bjarnadóttur,
frá Götu, náfrænku mína. — Við höfum aldrei skilið síð-
an. — Jeg hef altaf átt heima hjá henni, þó jeg hafi verið
á faraklsfæti langtímum. — Bernskuheimili mitt var gott.
— Jeg fór ekki að heiman fyr en jeg var 24 ára. — Þá fór
jeg að Hvítárvöllum í Borgarfirði að læra mjólkurfræði,
það er að segja rjómabússtörf, því í þá daga voru engin
mjólkurbú til, en rjómabú voru að rísa upp hvert af
öðru. — Jeg var ráðin til að taka við stjórn Rjómabúsins
í Þykkvabænum, sem þar var í smíðum. — Sigurþór Ólafs-
son, Gaddstöðum, var að ljúka við smíðina í júnímánuði
það ár. - O g einn góðan veðurdag komu þeir að sækja
mig úr Þykkvabænum. — Búið var yngst af 6 búum í
lvangárvallasýslu, og var að því leyti frábrugðið liinum
búunum, að það var knúið með hestum, en hin voru öll