Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 92
90
Hlin
Heimilin gera ekki betur, á þessum árum, en sinna
þjónustubrögðunum, og mikið er nú keypt af tilbúnum
fatnaði, sem áður fyr var heimaunninn, t. d. sauma-
skapur.
En það var um það hvað menningarþjóðirnar gera til
að varðveita fyrri tíma handavinnu frá gleymsku, sem við
ætluðum að tala.
Svíþjóð:
Sjálfsagt eru Svíar sú þjóðin hjer á Norðurlöndum, sem
mest og best virðir og elskar lreimavinnuna: Telur það
heiður og prýði að nota það heimagerða í híbýlum sínum
og til klæðnaðar.
Konungar, aðall og landshöfðingjar ganga þar á undan
með góðu eftirdæmi.
Það var um líkt leyti og Sigurður málari tók að safna
til Þjóðminjasafns okkar, en þó nokkru seinna, að Arthur
Hazelius tók til við að safna í Nordiska Museet af miklum
móði, náði jafnvel í þó nokkuð af fallegum munum frá
íslandi.
í þessu mikla safni, sem án efa er það fullkomnasta á
Norðurlöndum, er feikna mikið af sænskum heimilisiðn-
aði saman komið.
En það var ekki fyr en undir aldamótin, að tekið var til
af alvöru að safna gömlum vefnaðar- og hannyrða sýnis-
hornum í stórum stíl.
Vinkona mín í Svíþjóð, sem stendur framarlega í söfn-
uninni, skrifar nýlega: „Upptökin að söfnun á gömlum
vefnaði og hannyrðum átti eiginlega sýningin, sem haldin
var í Stokkhólmi árið 1897. — Þar kom fram bæði eldri
og yngri handavinna.
Það sýndi sig brátt, að það eldra bar langsamlega af
yngri vinnunni á sýningunni.
Ein af þeim, sem vann við sýninguna, var Lilli Zicker-
man, sú kona, sem sjerstaklega hefur gert garðinn frægan
í Svíþjóð, í þessu efni.