Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 147
Htín
145
drengskapur af þeim, sem nú eru horfnir sjónum okkar. En
merkið stendur þótt maðurinn falli. — Sjón er sögu ríkari hjer,
er við litumst um. — Stórbrotinn andi skilur ætíð eftir sig spor,
sem eru óafmáanleg.
„Og svo er á sjerhverju vori,
er sumarið kemur til lands,
sem leynst hafi lífsmark í spori
þess liðna og steingleymda manns,
sem vonin hans liggi í því landi,
í laufskrúðans dásemd hans andi,
í gróðrinum hugurinn hans.“ — St. G. St.
Guð blessi minningu hinna göfugu hjóna, sem hjer lifðu og
störfuðu, og staðinn, sem þau gerðu að landskunnu höfuðbóli.
Úr Bárðardal er skrifað haustið 1957: Ennþá einusinni er
sumar liðið og kaldur vetur heilsar okkur hjer í Bárðardal.
Mikill snjór, svo sauðfje er komið í hús og vegir teptir, en oft
skein blessuð sólin skært á liðnu sumri, þó stundum bljesi kalt.
— En það er eins og svo oft áður, að skiftast á skin og skúrir.
Við hjónin kepptumst við að taka ofan af hvítu vorullinni áð-
ur en vegir tepptust, til að koma henni í kembingu til Húsa-
víkur.
Það er hjer víða í sveit tekið ofan af ull og ullarfatnaður not-
aður. — Bóndi minn er að byrja að vefa rekkjuvoðavef, spann
í hann efnið í fyrra vetur. — Það fer nú líklega að verða mjög
fátítt að sofið sje á ullarrekkjuvoðum. En altaf eru þær hlýjar.
Frá Sandi er skrifað: Við höfðum iðnsýningu 1. sunnudag
eftir páska eins og um var talað. Sýndir voru 142 munir, og
mátti þar sjá margan fallegan og vel gerðan hlut, bæði unninn
heima á heimilum og í skóla, því við fengum sýnishorn af
handavinnu úr þrem húsmæðraskólum.
Sýningin var prýðisvel sótt, sennilegða helmingur af öllum
þorpsbúum, sem komu þama, enda var veðrið ágætt, og svo
höfðum við kaffi og rjómatertu til sölu allan daginn með vægu
verði.
Það vakti mikla eftirtekt og aðdáun allra hinir vel gerðu
munir úr íslensku ullinni, sem þú lánaðir okkur á sýninguna,
og erum við allar, sem að sýningunni stóðum, þakklátar fyrir
lánið.
Eitt af því, sem vekur athygli manns, er maður kemur á sýn-
ingu sem þessa, er það, að fín ullarvinna virðist nú vera að
10