Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 97
Hlin
95
Fleiri listaverk á þessari sýningu vekja bæði athygli og
aðdáun, og öll eru þau forkunnar fögur, t. d. mynd af
„Kvöldmáltíð Krists“, þar sem fjölbreytni andlitanna sýn-
ir margskonar persónugervinga. — Einnig „Aðfangadags-
kvöld", eftir Ingibjörgu Halldórsdóttur, sem gæti bæði
verið úr álfheimum minninganna og draumheimum von-
anna, en er samt svo yndislegur veruleiki.
Þarna eiga margar konur, nemendur frú Júlíönu,
falleg og dýrmæt verk.
Þetta sýnir glögt, að ekki er brigð á þeim hæfileikum
og tilfinningum, sem sjá og skapa slíka fegurð. Þær kon-
ur, sem geta gert svona fallegt, ættu ekki að gleyma kirkj-
unum sínum.
Listakonan Unnur Ólafsdóttir hefur sannað, að íslend-
ingar standa ekki að baki öðrum þjóðum í gerð messu-
og helgiklæða.
En kirkjur og helgidóma má skreyta með mörgu móti.
— Konur, látið þær njóta listhæfni ykkar og þeirrar fag-
urskygni, sem er vöggugjöf huga og handa.
Árelíus Níelsson.
,yÞáttur kirkjunnar", „Tíminn“.
JÚLÍANA FRÁ DJÚPADAL LÁTIN.
Hjer hvilir heiðurskona
með hugljúfa svipinn bjarta.
Hún kunni að vinria og vona
verma hvert dofið hjarta
með umhyggju, ást og blíðu
æfina löngu sína.
Þifi kveðjum, kæra vina,
kært geymum minning þína!
Sigurrós Guðmundsdóttir frá Sauðeyjum á Breiðafirði.