Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 128
126
Hlín
un Jónínu S. Líndal. Jónína var kosin formaður, en gjaldkeri
Guðrún Grímsdóttir, Valdarási, og ritari Guðrún Jóhannes-
dóttir, Auðunnarstöðum. — Til að semja lög fyrir fjelagið voru
þær kosnar: Jónína á Lækjamóti og Aðalheiður Jónsdóttir,
Hrísum. — Fundur, sem haldinn var 7. nóv. 1917, semþykti
lögin. — Fjelagið hlaut nafnið „Freyja“.
Meðal annara venjulegra fjelagsákvæða hljóðar 3. grein
fjelagslaganna þannig: Tilgangur fjelagsins er að efal samúð og
samvinnu meðal kvenna. Ennfremur, svo sem auðið er að efla
starfskrafta fjelaga sinna í fjelaginu og utan fjelags.
Árið 1918 var stofnað Sambandsfjelag fyrir alla sýsluna. —
Stefnuskrá þess skyldi vera: Samvinna. — Árlega voru fundir
haldnir í því og oft heimilisiðnaðarsýning í sambandi við fund-
ina. — Fljótlega vai'ð sambandsfjelagið aðeins fyrir Vestur-
Húnavatnssýslu og hlaut nafnið „Kvennabandið“. — Var Jónína
S. Líndal formaður þess meðan hennar naut við, en nú er for-
maður Jósefína Helgadóttir, Laugarbakka. — Hafa báðar þessar
merkiskonur sýnt mikinn dugnað í fjelagsmálum.
Kvenfjelagið „Freyja“ var mjög fáment fyrstu árin, en áhugi
og góð samvinna var ætíð ríkjandi innan fjelagsins. — Handa-
vinnunámsskeið voru haldin fyrir stúlkur innan fermingarald-
urs. — Einnig var vefnaðarkensla. — Spunavjel, 15 þráða,
keypti fjelagið 1925, og aðra, 25 þráða, 1933. — Voru fjelags-
konur mjög ánægðar með þessi hjálpartæki, hafa vjelarnar
verið fluttar á milli fjelagskvenna og eru báðar nothæfar enn.
— Ymislegt fleira hefur fjelagið látið gott af sjer leiða, þó ekki
sje talið hjer. — Helstu tekjulindir fjelagsins eru kaffisala á
rjettardögum og skemtanir. — Það hefði verið erfitt með hús-
næði fyrir skemtanir, ef það hefði ekki notið við aðallega
tveggja heimila, þar sem húsakostur var bestur, að Víðidals-
tungu og Auðunnarstöðum, en húsráðendur þessara heimila
sýndu frábæra velvild til fjelagsins og skilning á starfsemi þess.
— Nú í mörg ár hefur fjelagið haft skemtisamkomur sínar í
húsi Ungmennafjelagsins, og vinnur nú, ásamt öðrum fjelögum,
að viðbyggingu þess. — Ennfremur vinnur „Freyja“ eftir sinni
bestu getu, eins og hin önnur fjelög innan „Kvennasambands-
ins“, að Dvalarheimili fyrir aldrað fólk, en sú bygging verður í
sambandi við Sjúkrahúsið á Hvammstanga. — Frumkvæði að
byggingu Dvalarheimilsins átti Jónína Líndal.
Það er margs að minnast á þessum tímamótum fjelagsins
okkar. — Við höfum lengst af verið fámennar, en við vorum
svo lánsamar að njóta forystu Jónínu S. Líndal, sem með áhuga