Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 34
32
Hlin
Helga Hannesdóttir var fædd í Deildartungu 5. maí
1878. — Foreldrar hennar voru hin alkunnu sæmdarhjón
Vigdís Jónsdóttir og Hannes Magnússon. Vigdís var fædd
og uppalin í Deildartungu, hafði ættfólk hennar búið Jrar
um langt árabil og er Deildartunguætt mjög fjölmenn.
Hannes, faðir Helgu, var frá Vilmundarstöðum í Reyk-
holtsdal, sonur bændahöfðingjans Magnúsar Jónssonar,
er þar bjó lengi.
Helga Hannesdóttir giftist 3. okt. 1908 Bjarna Bjarna-
syni frá Hurðarbaki. — I3au bjuggu á Skáney í Reykliolts-
dal allan sinn búskap. — Þeim varð fjögra barna auðið:
Elst er Vigdís, húsfreyja í Nesi í Reykholtsdal, 2. Vilborg,
dó á 1. ári, 3. Vilborg, húsfréyja á Skáney, 4. Hannes,
bóndi í Birkihlíð.
Nes og Birkihlíð eru nýbýli í Skáneyjarlandi.
Nokkur kveðjuorð, flutt við jarðarför Helgu í Skáney
af Petru G. Sveinsdóttur, Akranesi.
„Guð er kærleikur.“ Þessi orð sá jeg rituð gullnu letri á
veggnum gegnt rúmi mínu fyrir nokkrum árum á örlaga-
þungri stund. — Þau haifa oft fengið staðfestingu í lífi
mínu, og einnig nú, Jægar hún Helga á Skáney er horfin,
liorfin okkar jarðnesku augum, en eftir eru verkin henn-
ar og hinar ljúfu minningar, er strjúka um vanga, sem
hinn sumarblíði andvari þessa milda ágústsdags.
Ilún var ekki margmál, hún Helga mín, með henni
var gott að iþegja, en þegar hún sagði eitthvað, þá lagði
maður eyrun við. — Oft horfði jeg með aðdáun á verk og
handbragð þessarar elskulegu konu. — Jeg gekk með
lienni í Lundinn hennar, mjer fanst jeg vera komin í
kirkju. — Við sátum þegjandi, og jeg var að hugsa um
þrautseigjuna, eljuna, ósjersplægnina og ástina til jarðar-
innar sinnar og um leið fósturfoldarinnar, er hún bar svo