Hlín - 01.01.1958, Page 123
Hlin
121
baði. — „Fjelagsgarður11 hefur nú rafmagn frá Sogi og sjálf-
virka olíukyndingu. — Kostnaðarverð er nú talið að vera 380
þúsund kr. — Þar af hefur Fjelagsheimilissjóður lagt fram um
40%. — Ennþá vantar nokkuð til að bæta og prýða heimilið,
ásamt fullkomnum húsgögnum, og er nú smásaman unnið að
því, einnig er talað um stækkun. — Ungmennafjelagið á um 5
hektara lands, sem Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður í
Reykajvík, og Egill Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri sama stað,
gáfu fjelaginu. — Á því landi hefur verið komið upp íþrótta-
velli, mikið er unnið þar í sjálfboðavinnu. — Einnig hefur
fjelagið komið upp fallegum trjágarði við húsið, þá hefur og
verið sett niður allmikið af trjáplöntum í land fjelagsins. — í
sambandi við það hefur „Átthagafjelag Kjósverja“ í Reykjavík
lagt til drjúgan skerf.
Ekki er hægt að tala um mikla óreglu í sambandi við skemt-
anahald í sveitinni, helst eru það þá aðkomumenn, sem því
valda. — Og hvað ungu sveitamennina snertir má segja þeim
til lofs, að viðburður má það kallast, að á þeim sjáist vín á sam-
komum.
„Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar
sem þið í fylking standið.11
Fólkið er gott og framtíðin björt.
Takmarkið er: Meira og betra.
Kjósverji.
------o------
Það má heita merkilegt fyrirbrigði, hve vel Kjósin hefur
haldið sínum sjereinkennum, þrátt fyrir nábýli við Reykjavík
(60 km.). — Því má, meðal annars, þakka órofa átthagatrygð
íbúanna. — Svo hafa og lengi verið þar ágætir menn, sem sett
hafa svip sinn á sveitina, sömu ættir ráðið ríkjum, ágætir prest-
ar setið þar lengi að völdum o. s. frv. — Fólkið hefur haldið
trygð við sveitina sína, borið virðingu fýrir sveitasiðum og tal-
ið sjer skylt að vinna að vexti hennar og viðgangi.
f sveitinni eru 38 býli og tvíbýli á þremur: Sogni, Möðruvöll-
um og Hálsi, og í sambýli sá þriðji í tómthúsi (smiður). —
Engin jörð hefur fallið í eyði á síðari árum. — Ein jörð (Hítar-
nes) eyðilögð eftir setuliðið. — Þorláksstaðir, jörð í miðri sveit,
sem Reykjavíkurbær á, er niðurnídd. — Það eru taldir 4 dalir
bygðir. — Margt er hjer um sumarbústaði, einkum kringum
Meðalfellsvatn, meðfram Laxá og í Vindáshlíð. Margt eru það
fráfluttir Kjósverjar, sem bústaðina eiga.