Hlín - 01.01.1958, Blaðsíða 127
Hlin
125
Með ýmsu móti reyndu konur að afla tekna, til dæmis með
kaffisölu, tombólum og böglasölu. — Þetta gaf okkur góðar
tekjur, því allir unnu að þessu endurgjaldslaust. Yfirleitt sýndu
allir í okkar sveit fjelagsskap okkar alveg sjerstaka velvild og
fórnfúsan kærleika, enda blómgaðist það fljótt, og var alveg
dásamlegt, hve mörgum það hjálpaði og gladdi á þeim erfiðu
tímum.
En nú er breytt viðhorf í öllurn þessum líknarmálum, sem
betur fer, enda hefur nú kvenféleagið okkar breytt um stefnu-
skrá og vinnur nú meira að framfaramálum. T. d. styrkir það
byggingu Fjelagsheimilis sveitarinnar, til Sjúkrahúsbyggingar
Suðurlands hefur það gefið og safnað einnig til Húsmæðraskóla
Suðurlands. — Yfirleitt styður það og styrkir öll góð málefni
og hefur gert frá fyrstu tíð. — Einnig hefur kvenfjelagið okkar
haldið mörg námsskeið, sém voru afar vinsæl á sínum tíma. Þá
voru engir kvennaskólar fyrir sveitastúlkurnar. Mikil er nú sú
breyting á því sviði sem öðru. Nú fara allar stúlkur í einhverja
skóla strax eftir fermingu, enda er mannfæð svo mikil í bless-
aðx-i sveitinni, að örðugt er að halda uppi nokkrum fjelagsskap,
þó fólk langi til þess. — En við skulum vona að blessuðum
konunum takist sem fyr að efla kvenfjelögin, því enn ríkir
sama fórnai'lundin hjá flestum konum, þær langar til að leggja
góðum málefnum lið og að efla fjelagsþroska hver með annai'i,
enda er þeim það lífsnauðsyn.
Læt jeg svo útrætt í þetta sinn um kvenfjelagið okkar, mætti
þó enn mai'gt gott um það segja. — Öll okkar stöi'f og fundar-
höld ei-u bókfærð í bækur fjelagsins. Öll árin, fjörutíu, hef jeg
undirrituð stai'fað í fjelaginu eftir minni bestu getu, og ekki sje
jeg eftir þeim stundum, sem jeg hef fórnað kvenfjelaginu okk-
ax-, heldui' er mjer ljúft og skylt að minnast hinna mörgu
ánægjustunda sem jeg hef lifað og starfað með hinum ágætu
kvenfjelagskonum í Villingaholtshi-eppi. — Blessuð sje minning
þeirra, sem hoi'fnar eru!
Að endingu óska jeg Kvenfjleagi Villingaholtshrepps allra
heilla, og bið Guð að blessa öll þess störf nú og æfinlega!
Ski-ifað á afmælisdegi fjelagsins 27. október 1957.
Þuríður Árnadóttir frá Hui’ðarbaki, Villingaholtshreppi.
Kvenfjelagið „Freyja“ í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, vai'ð
40 ára sumarið 1957, og langar okkur til að biðja „Hlín“ að taka
þetta yfirlit um stofnun og stax'fsemi fjelagsins til birtingar:
Stofnfundur var haldinn 2. sept. 1917 á Lækjamóti, að tilhlut-