Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 5
TÍMARIT
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
1.-6. hefti 1967 52. árg.
RÁÐSTEFNA UM
VINNSLU SJÁVARAFLA 1967
AVARP
Þórður Þorbjamarson, Ph.D.
Hæstvirti ráðherra, góðir gestir og félags-
menn, ég býð yður alla velkomna til þessarar
ráðstefnu, sem hér er að hefjast. — Hún er,
eins og margir ykkar vita, hin þriðja í röðinni
af ráðstefnum um tæknileg efni, sem Verkfræð-
ingafélag Islands hefir beitt sér fyrir.
Hin fyrsta þeirra var haldin 1960 og fjallaði
aðallega um tvö verkefni, nefnilega tæknimennt-
un á Islandi annars vegar og vélvæðingu, vinnu-
hagræðingu og efnahagsþróun hins vegar. önn-
ur ráðstefnan var haldin tveim árum síðar, og
var verkefni hennar orkulindir og iðnaður. Við-
fangsefni ráðstefnunnar, sem hér er boðað til,
hefir hlotið heitið vinnsla sjávarafla og fjall-
ar því um mál, sem snerta hagsmuni allra Is-
lendinga. Sjávarútvegurinn er, eins og allir
vita, undirstöðuatvinnuvegur hér á landi. Um
þýðingu hans fyrir þjóðarbúskap Islendinga
verður rætt af öðrum hér á ráðstefnunni, og
mun ég því ekki fjölyrða um hana. Hins vegar
tel ég rétt að rifja upp, að þrátt fyrir fámennið
voru Islendingar hinir 11. í röðinni meðal fisk-
veiðiþjóðanna að aflamagni 1965, og var hlut-
deild þeirra tæp 2,5% af heimsaflanum.
Þá hefir einnig verið frá þvi skýrt, að 1965
hafi þjóðartekjur Islendinga á mann orðið hinar
3. hæstu í heimi, og á sjávarútvegurinn tvímæla-
laust mestan þátt í því.
Ilér á ráðstefnunni verða flutt 24 framsögu-
erindi, og f jalla þau um þætti úr flestum grein-
um fiskiðnaðarins. Er það trú okkar, sem
undirbúninginn höfum annazt, að í erindunum
og umræðum um þau muni koma fram miklar
og gagnlegar upplýsingar um fiskiðnaðinn eins
og hann er nú og einnig um þróun hans og
vandamál og þá möguleika, sem framtíðin felur
í skauti sínu. Er það von okkar, að gögn ráð-
stefnunnar muni þykja nýtilegt heimildarrit fyr-
ir alla, sem fást við fiskiðnað.
Þróun fiskiðnaðarins
Ef litið er á sögu fiskiðnaðarins hér á landi,
sést, að hin tæknilega þróun hans var hægfara
fyrstu þrjá áratugi þessarar aldar. Fram að
1930 var allur bolfiskur, sem ekki var seldur ís-
varinn á erlendan markað, verkaður í salt, og
síldarverksmiðjurnar voru fáar og afkastalitlar,
svo að nefnd séu dæmi. En á 4. áratugnum,
og þó einkum á árunum eftir 1934, urðu mikil
umskipti í þessu efni, og var þá stofnað til fjöl-
margra nýjunga, sem mikla þýðingu höfðu fyrir
iðnaðinn. Það er eftirtektarvert, að það, sem
öðru fremur hratt þessum nýjungum af stað,
var kreppan mikla og verðfall og sölutregða á
saltfiski, sem fylgdu í kjölfar hennar.
Hraðfrystiiðnaðurinn hóf göngu sína á þess-
um árum, og samtímis var tekin upp flökun á
fiski, sem var áður óþekkt hér. Farið var að
veiða rækju og reist niðursuðuverksmiðja til
þess að hagnýta hana. Skreiðarverkun var end-
urvakin og byrjað að veiða karfa í stórum stíl
til vinnslu innanlands. Nýir vinnsluhættir voru
teknir upp í lifrarbræðslum, og loks voru hval-
veiðar hafnar á nýjan leik.