Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 6
4
TlMARIT VFl 1967
Allar reyndust þessar nýjungar hafa varan-
legt gildi, og býr þjóðin að þeim enn þann dag
í dag.
Heimsstyrjöldin hafði mikil áhrif á þróun
þessara nýmæla. Frysting jókst ört á styrjald-
arárunum, en skreiðarframleiðsla lagðist því
nær niður, og mikið dró úr söltun. Útflutningur
á ísuðum fiski jókst hins vegar mjög og varð
stærsti hlutinn í útflutningnum allt þar til 1950,
að löndunarbann á íslenzkum togarafiski kom
til framkvæmda í Bretlandi. Saltfiskverkun fór
aftur að aukast strax eftir styrjöldina, en
skreiðarframleiðsla ekki fyrr en 1950. Á styrj-
aldarárunum dró mjög úr síldarsöltun, en síðan
hefir hún verið vaxandi, einkum þó eftir 1960.
Síldarfrysting til útflutnings varð einnig veru-
leg á 6. áratugnum.
Síðan 1938 hefir bolfiskafli landsmanna um
það bil tvöfaldazt, en síldaraflinn fjórfaldazt.
Meira en helmingur af bolfiskinum fer nú í fryst-
ingu, en af síldinni fara 85—90% í bræðslu.
Miklar og stöðugar framfarir hafa orðið á
framleiðsluháttum iðnaðarins á þessu árabili,
þótt ekki hafi bætzt nýjar framleiðslugreinar
við þær, sem fyrir voru.
Meðal þeirra nýmæla, sem hæst hefir borið
á seinni árum, má nefna vélvæðingu iðnaðarins
og hagræðingu á vinnubrögðum. Véianotkun við
fiskvinnslu, sem nú er löngu orðin almenn, var
áður nær óþekkt, nema í síldarverksmiðjunum.
Hagræðingin á sér styttri sögu, en fyrir tilstilli
hennar hefir tekizt að Iækka vinnslukostnað
verulega á mörgum sviðum. Þótt frystihúsin
hafi haft forgöngu í báðum þessum málum,
hafa aðrar greinar iðnaðarins siglt í kjölfar
þeirra.
Frystihúsin hafa líka náð lengra í að tilreiða
fiskinn fyrir neytendur en aðrar höfuðgreinar
iðnaðarins. Hjá þeim hafa orðið miklar fram-
farir í hreinlætismálum, enda fara kröfur kaup-
enda í þeim efnum stöðugt vaxandi. Ennþá er
þó nokkurt verk óunnið á þessu sviði.
Meiri fjölbreytni gætir nú í framleiðslu og öfl-
un hráefna fyrir iðnaðinn en áður. Þegar hefir
verið minnzt á karfa- og rækjuveiðar, sem hóf-
ust á 4. áratugnum, en síðan hefir humar og
loðna komið til sögunnar.
Niðursuða til útflutnings er enn mjög lítil,
en er þó í vexti.
Við framleiðslu mjöls og lýsis hafa einnig
orðið stórstígar framfarir, og hefir þessi grein
verið í örari vexti en nokkur önnur. Á s.l. ári
var svo komið, að fiskmjöl og búklýsi námu
38% af útflutningsverðmæti sjávarafurða.
Stofnun Síldarverksmiðja ríkisins 1928 mark-
aði tímamót í þessum iðnaði. Þótt ekki hafi
verið um grundvallarbreytingar í vinnslutækni
að ræða, hafa ný og endurbætt tæki stöðugt
verið tekin í notkun, og hefir árangurinn eink-
um komið fram í stórbættri nýtingu hráefna.
Þannig fór hluti mjölefna síldarinnar forgörð-
um aHt fram yfir 1950, og úrgangur frá að-
gerð og verkun bolfisks nýttist einnig mjög illa.
Nú er hins vegar svo komið, að bræðslusíldin
má heita fullnýtt og sama máli gegnir um úr-
ganginn.
Ýmsar nýjungar hafa verið teknar upp við
hreinsun og úrvinnslu lýsis. Ein hin merkasta
þeirra er herzlan, sem hófst 1948. Þótt þessi
vinnsla hafi verið í smáum stíl, má ætla, að sú
reynsla, sem fengizt hefir, komi að gagni, ef
ráðizt verður í stærri framkvæmdir á þessu
sviði.
Framfarimar í fiskiðnaðinum í heild hafa
verið bæði mildar og örar undanfama áratugi.
Engum er þetta þó ljósara en þeim, sem komnir
eru yfir miðjan aldur og muna tímana kringum
1930. Ekki sjást þess heldur merki, að stöðnun
sé framundan í þessum iðnaði. Hitt er líklegra,
að verðfall það, sem orðið hefir á nokkrum
helztu afurðum sjávarútvegsins, og ýmsir aðrir
erfiðleikar, sem að honum steðja, muni örva
þróunina og verða mönnum hvatning til þess að
kanna nýjar leiðir. Það er því í fyUsta máta
tímabært, að þessi ráðstefna er haldin.
Síldariðnaðurinn
Eitt af viðfangsefmun fiskiðnaðarins á næstu
árum hlýtur að verða að leita að raunhæfum
leiðum til þess að auka útflutningsverðmæti síld-
araflans og verka stærri hluta af honum til
manneldis en gert hefir verið.
Eins og kunnugt er, hefir síldaraflinn nær
sexfaldazt undanfarin sjö ár. Hagnýting hans
hefir hins vegar verið mjög einhliða, og hafa
yfir 90% af aflaaukningunni farið í bræðslu.
Þessi þróun hefir, eins og vænta mátti, sætt
nokkurri gagnrýni, og finnst mörgum það ekki
vansalaust, hve lítill hluti síldaraflans er verk-
aður til manneldis, þegar tekið er tiUit til þess,
hve geigvænlegur eggjahvítuskorturinn er meðal
íbúa þróunarlandanna. Aðrir telja það lítil bú-
hyggindi að leggja aðaláherzlu á mjöl- og lýsis-
framleiðslu, þegar hægt sé að framleiða matvæli
úr síldinni, sem eru miklu verðhærri en mjöl og
lýsi.
Skýringar á þessari þróun er að sjálfsögðu
ekki að leita í ódugnaði Islendinga eða skorti