Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 7
TlMARIT VPl 1967
5
þeirra á hugkvæmni, eins og þekktur erlendur
vísindamaður hefir látið í veðri vaka. Það, sem
valdið hefir, eru margvíslegar aðstæður, eins og
þær, að markaðir fyrir hinar hefðbundnu síld-
arafurðir eru takmarkaðir og líka er mikill hluti
síldaraflans ekki hæfur til manneldis, þegar hon-
um er landað.
Hér er ekki heldur um sérstakt íslenzkt
vandamál að ræða. Allar þjóðir, sem veiða mik-
ið magn af síld eða líkum fisktegundum og fram-
leiða úr þeim afurðir til útflutnings, glíma við
þennan sama vanda. 1 Danmörku fóru t.d. til
skamms tíma 75% af síldaraflanum í bræðslu,
og eru Danir þó í fremstu röð matvælaframleið-
enda og hggja vel við mörkuðum fyrir síldar-
afurðir.
Það verður því ekki auðhlaupið að því að
auka matvælaframleiðsluna úr síldaraflanum,
svo að um muni. Það er líka Ijóst, að jafnvel
þótt vel takist til, hlýtur megnið af aflanum
eftir sem áður að fara í bræðslu, meðan eins vel
veiðist og gert hefir undanfarin ár.
Manneldismjöl
Eitt þeirra mála, sem efst hafa verið á baugi
meðal fiskveiðiþjóða undanfarin ár, er fram-
leiðsla fiskmjöls til manneldis.
Annars vegar hafa fiskveiðiþjóðirnar eygt
þama möguleika til þess að bæta afkomu sjáv-
arútvegsins með framleiðslu nýrrar og eftir-
sóknarverðrar fæðutegundar, og hins vegar
hefir þeim fundizt það siðferðileg skylda að
bæta úr hinum geigvænlega eggjahvítuskorti,
sem hrjáir helming mannkynsins.
Tilraunir til þess að framleiða fiskmjöl til
manneldis á okkar tímum eru að minnsta kosti
30 ára gamlar og hafa alllengi verið til að-
ferðir, er gerðu mönnum kleift að framleiða not-
hæft mjöl til manneldis bæði úr nýjum fiski og
venjulegu fiskmjöli.
Fyrir nokkrum árum fékk Bandaríkjastjórn
áhuga á þessu máli, og hefir hún siðan lagt
mikla fjármuni í tilraunir • og undirbúning að
byggingu á verksmiðjum. Eru horfur á, að þar
í landi hefjist brátt framleiðsla á fiskmjöli til
manneldis í allstórum stíl. Má segja, að þar
með séu þessi mál komin á nýtt stig, því að
Bandaríkjamönnum er manna bezt treystandi
til þess að fylgja þeim eftir.
Framleiðsla fiskmjöls til manneldis er því
ekki lengur bundin neinum sérstökum tækni-
legum erfiðleikum. Hins vegar hefir sá vandi
ennþá ekki verið leystur, hvernig koma á mjöl-
inu í fæðu þeirra þjóða, sem mesta hafa þörf
fyrir eggjahvítu. 1 rauninni má segja, að eng-
inn markaður sé ennþá til fyrir þetta mjöl.
Það er, eins og kunnugt er, kostnaðarsamt og
tímafrekt að vinna nýjum vörutegundum mark-
að, og er ekki ástæða til þess að ætla, að
mjöl til manneldis verði nein undantekning frá
þeirri reglu. Þess ber líka að minnast, að fólkið,
sem mesta hefir þörf fyrir eggjahvítu, er blá-
snautt.
En vonandi tekst þetta sem fyrst, því að
þörfin er brýn. Það mun þá líka koma í Ijós,
hvern þátt við íslendingar getum átt í að fram-
leiða þessa vöru.
Verksmiðjuskip og
samkeppnisaðstaða Islendmga
Eitt af því, sem gert hefir okkur Islendinga
að mikilli fiskveiðiþjóð, er, hve stutt er að
sækja á fiskimiðin. Svo þýðingarmikil hefir þessi
aðstaða verið talin, að erlendis hefir landinu
stundum verið líkt við geysistórt verksmiðju-
skip, sem lagzt hefir fyrir akkeri á miðjum
fengsælum fiskimiðum. Þessi staðreynd hefir
gert okkur kleift að halda því fram, að við
hefðum ferskari og betri fisk á boðstólum en
keppinautarnir.
Nú er því miður að verða breyting hér á.
Komin eru til skjalanna verksmiðjuskip í hundr-
aðatali, sem farið geta um öll heimsins höf og
stundað veiðar þar, sem bezt hentar.
Hvort framleiðslukostnaðurinn er lægri hjá
þessum skipum en í landstöðvum, skal ósagt
látið, en hráefnið, sem þau fá til vinnslu, er
ennþá ferskara en það bezta, sem við eigum
völ á, og afurðirnar eru seldar í samkeppni
við framleiðslu okkar.
Verðfall það, sem orðið hefir á frosnum fisk-
blokkum og raunar fleiri tegundum af frosn-
um fiski, er talið stafa að einhverju leyti af
þessari samkeppni.
Þessi skip gjörnýta líka aflann og framleiða
fiskmjöl úr öllum úrgangi og úrgangsfiski. Er
einnig farið að gæta áhrifa frá framleiðslu
þeirra á mörkuðum fyrir fiskmjöl.
Sú spuming hlýtur að vakna, hvernig við Is-
lendingar eigum að bregðast við þessum vanda.
Engu skal um það spáð, hvort rétt sé fyrir
okkur að hefja útgerð verksmiðjuskipa, og
gæti það þó komið til greina.
Hitt er víst, að við getum hagnýtt miklu bet-
ur en hingað til þá aðstöðu, sem lega landsins
skapar okkur. Ef miðað er við, hve stutt er á
miðin, eru hráefnisgæði aflans, sem landað er
til vinnslu, hvergi nærri góð. Að því verður að