Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 9
TlMAR.IT VFI 1967
7
Helztu fiskstofnar á íslandsmiðum
og áhrif veiðanna á þá
Jón Jónsson, fiskifræðingur
Hafraimsóknastofnunin
Iimgangur
Árið 1964 nam heildarveiði Islendinga tæplega
970 þúsund tonnum og skiptist veiðin þannig
eftir tegundum: síld 544 þúsund tonn (56.2%),
þorskur 281 þúsund tonn (30.0%), ýsa 57 þús-
und tonn (5.9%), karfi 28 þúsund tonn (2.9%)
og ufsi 22 þúsund tonn (2.2%). Alls nam veiði
þessara fimm tegunda um 97% heildaraflans, en
aðrar tegundir voru helzt steinbítur, skarkoli,
langa og keila.
Hér á eftir mun gerð lausleg grein fyrir fimm
þýðingarmestu tegundunum í veiði Islendinga og
því, sem vitað er um áhrif veiðanna á þær.
Síld
Síldveiði Islendinga byggist á þremur síldar-
stofnum og eru tveir þeirra íslenzkrar ættar, en
sá þriðji er af norskum uppruna og kemur hing-
að í ætisleit.
Hrygning íslenzku síldarstofnanna er greini-
lega aðskilin: vorgotssíldin hrygnir aðallega í
marz en sumargotssíldin í júlí. Aðalhrygningar-
svæði vorgotssíldarinnar eru á svæðinu frá
Hornafirði að Reykjanesi, en hrygning sumar-
gotssíldarinnar nær alla leið að Snæfellsnesi og
jafnvel allt norður á Húnaflóa. Þessir stofnar
eru allfrábrugðnir í lífeðlisfræðilegu tilliti.
Norska síldin hrygnir við vesturströnd Noregs
á líkum tíma og íslenzka vorgotssíldin, en hrygn-
ingarsvæði hennar er allbreytilegt frá einu tima-
bili til annars.
Við mat okkar á stærð síldarstofnanna og
áhrifum veiðanna á þá er nauðsynlegt að geta
greint á milli hinna einstöku stofna og athuga
hvern þeirra sérstaklega. Þetta er aðallega gert
með athugunum á hreistursgerð, kynþroska og
fjölda hryggjarliða. Islenzku síldarstofnarnir
eru blandaðir mestan hluta ársins og einungis
aðskildir yfir hrygningartímann.
Á. 1. mynd er sýnd ársveiði Islendinga í herpi-
nót af hinum einstöku síldarstofnum á Islands-
miðum síðan 1950. Veiði vorgotssíldar og sum-
argotssíldar var mjög lítil fram til ársins 1955,
en fór að aukast eftir það, sérstaklega veiði vor-
gotssíldar, sem komst upp í 230 þúsund tonn
árið 1962. Sumargotssíldveiðin náði hámarki árið
eftir og fengust þá rúm 100 þúsund tonn. Síðan
hefur veiði beggja þessara stofna hrakað mjög.
1. mynd. Síldveiði Islendinga á árunum 1900—1965.
Stærð íslenzku síldarstofnanna á árunum 1962
—64 hefur verið áætluð eftir endurheimtum á
merktri síld. Samkvæmt því nam stærð þeirra
beggja 931 þúsund tonnum árið 1962, en var
komin niður í 457 þúsund tonn árið 1964. Dánar-
talan af völdum veiðanna var nokkuð jöfn öll
árin, eða um 33% á ári, og er það mun hærra en
hjá norska síldarstofninum. Er talið að frekari