Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 10
8
TlMARIT VFl 1967
sóknaraukning í þessa stofna muni ekki hafa
í för með sér tilsvarandi aukningu í afla.
Sú veiði, sem byggist á norska síldarstofnin-
um, var lítil en nokkuð jöfn á árunum 1950—
1960 og komst aldrei yfir 50 þúsund tonn á ári.
Eftir 1960 hefur þessi veiði hins vegar aukist
gífurlega og var komin yfir 500 þúsund tonn
árið 1965 og það ár nam norska síldin 93% af
heildarsíldveiði Islendinga norðanlands og
austan.
Athuganir á stærð hins kynþroska hluta norska
síldarstofnsins, sem byggðar eru á endurheimt-
um úr íslenzku síldarmerkingunum, sýna, að á
árunum 1953 til 1959 minnkaði stofninn úr 13
milljón tonnum í 5 milljónir tonna. Rannsókn-
ir sovézkra fiskifræðinga síðan 1958 benda til
þess að stofninn hafi komizt í lágmark árið
1961 og hafi þá numið 2.5 milljón tonnum, en
síðan farið vaxandi og var stofninn talinn rúm-
lega 5 milljón tonn að stærð árið 1964. Það er
vert að geta þess, að Rússar notuðu athuganir
með dýptarmælum og kafbátum við rannsóknir
sínar og ber þeim vel saman við árangur merk-
inganna, því að árið 1958, sem er eina árið þar
sem báðar aðferðimar voru notaðar, sýndu merk-
ingamar stofn að stærð 6.6 milljónir tonna, en
athuganir Rússa rúmlega 6 milljón tonn.
Heildardánartalan í hinum kynþroska hluta
norsku síldarinnar er talin vera um 40% á ári
og er áætlað að rúmlega helmingur þess sé af
völdum veiðanna.
Rýmun norska síldarstofnsins á ámnum 1953
—1959 er aðallega talin afleiðing þess að árgang-
arnir 1951—1958 vom allir lélegir.
Þorskur
Þorskveiðin hefur um langan aldur verið ein
aðalundirstaða íslenzks sjávarútvegs. Á fyrstu
fimm tugum þessarar aldar nam þorskaflinn
70—90 hundraðshlutum af árlegri heildarveiði
okkar. Á síðastliðnum fimm árum hefur síldar-
afhrm hins vegar verið mim meiri en þorskafl-
inn og stafar það fyrst og fremst af stóraukinni
tækni við síldveiðarnar.
Á 2. mynd er sýnd árleg heildarþorskveiði á
Islandsmiðum svo og veiði Islendinga sjálfra.
Eins og kemur fram á myndinni eru allverulegar
sveiflur í veiðinni frá ári til árs og em til þess
ýmsar orsakir, en þær helztu eru líffræðilegar
sveiflur í stærð stofnsins og sveiflur í sókninni.
Fyrstu þrjá tugi aldarinnar jókst afli Islendinga
hröðum skrefum samfara aukinni sókn og náði
hámarki árið 1930, en síðan hrakaði veiðinni mjög
allt fram til ársins 1936. Eftir það jókst veiðin
jafnt og þétt fram til ársins 1955, en hefur farið
minnkandi síðan. Veiði útlendinga á Islandsmið-
um sýnir líka þróun.
2. mynd. Þorskveiðin við Island og sóknin i þorsk-
stofninn á árunum 1924—1964.
Styrkleiki hinna einstöku árganga, sem borið
hafa uppi þorskveiðina á Islandsmiðum síðan
1930 er sýndur á mynd 3. Er afkastageta ár-
ganganna sýnd sem sá f jöldi fiska, er fékkst af
hinum einstöku árgöngum á aldrinum 7—9 ára
í vertíðarveiði Islendinga. Til samanburðar er
sýnd heildarþorskveiðin átta ámm seinna. Sýnir
þessi samanburður greinilegt samhengi á milli
árgangastyrks og skammærra sveiflna í afla-
magni. Raunar er samhengið enn betra en mynd-
in sýnir og orsakast það af því að árgangarnir
verða nokkuð mis-snemma kynþroska og koma
því ekki allir inn í. gagnið á sama aldurskeiði.
Sveiflumar í styrkleika árganganna eru mjög
miklar, t.d. fengust rúmlega 36 milljónir fiska
af árganginum frá 1922 á aldrinum 7—9 ára, en
aðeins rúm milljón af árganginum frá 1927.
Orsakir þess hve klakið heppnast misjafnlega
eru ýmsar, en óhætt mun að fullyrða, að á þessu
stigi ráðum við ekki við neinar þeirra og munu
þær á næstu árum valda jafnmiklum sveiflum
og hingað til.
Á 2. mynd er einnig sýnd sóknin í íslenzka
þorskstofninn (brotna línan) undanfarna þrjá
áratugi. Á árunum fyrir stríð hélzt sókn og
heildarafli nokkuð í hendur og sama má segja
um árin eftir stríð allt til ársins 1958, en þá
verða þáttaskil, því síðan hefur sóknin aukizt
óðfluga, en heildaraflinn minnkað. Á timabihnu