Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 11
TÍMARIT VFI 1967
9
1954—1964 jókst sóknin um 87%, en heildar-
afiinn minnkaði um tæp 22%.
Ekki er ósennilegt að hin raunverulega sókn-
araukning sé jafnvel enn meiri en fram kemur
á 2. mynd. Tilkoma nylonneta, þorsknótar og
aukin notkirn fiskrita eru atriði, sem erfitt er að
mæla, en hafa hins vegar aukið mjög veiðihæfni
bátanna.
Samhhða hinni miklu sóknaraukningu hefur
heildardánartala hins kynþroska hluta stofnsins
aukist jafnt og þétt. Mjög yfirgripsmiklar rann-
sóknir okkar á vertíðarfiski undanfarin 35 ár,
hafa sýnt, að náið samhengi er á milli sóknar
og dánartölu og er það sýnt á 4. mynd. Þar er
borið saman meðalsókn og meðaldánartala á 5
ára tímabilum árin 1930—1964. Er hér um að
ræða athyglisvert samræmi og sýnir myndin
greinilega áhrif veiðanna á stofninn. Á mynd-
inni sést t.d., að þegar sóknin er 0 er dánartalan
um 17%, þ.e. þetta er það sem deyr af völdum
náttúrunnar, hinu eigum við sök á. Við sjáum,
að á stríðsárunum er dánartalan mjög lág, 30—
40% á ári, en fer svo ört vaxandi eftir það, og
á tímabilinu 1960—64 var meðaldánartalan kom-
in upp undir 70% á ári.
Það hefur lengi verið skoðun mín, að ekki
væri æskilegt að heildardánartala hins kynþroska
hluta þorskstofnsins færi mikið yfir 65% á ári,
rauða strikið, sem ég hefi svo nefnt. Eins og
áður er getið, virðast eiga sér stað nokkur þátta-
skil árið 1958 að því er snertir viðbrögð stofns-
ins gagnvart veiðinni, því eftir það verður nei-
kvætt samband milli sóknar og heildarveiði, en
árið 1959 kemst heildarsóknin upp í 550 ein-
ingar, en skv. 4. mynd er heildardánartalan 65%
við þessa sókn.
Að því er snertir hinn óþroska hluta stofnsins
er þar komin upp í 60% á ári, og er talið að %
þá sýna enskar rannsóknir, að heildardánartalan
hlutar þess sé af völdiun veiðanna.