Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 12
10
TÍMARIT VFl 1967
4. mynd. Samhengið milli heildardánartölu og sóknarinnar 1 islenzka þorskstofninn á árunum 1930—1964.
Öruggustu heimildir um þorskafla á sóknar-
einingu á Islandsmiðum eru skýrslur Breta um
afla á miUjón tonn-tíma (þ.e. fjöldi togtíma
margfaldaður með meðalstærð skipanna mældri
í tonnum). Árið 1949 var afli brezkra togara
2310 tonn á umrædda einingu, en var hins veg-
ar kominn niður í 546 tonn árið 1964. Ágætar
skýrslur eru til um aflabrögð íslenzkra togara
síðan 1960. Það ár var afli þeirra 1185 tonn af
þorski á milljón tonn-tíma, en var kominn niður
í 411 tonn árið 1964. Aflaskýrslur þýzkra tog-
ara hér við land sýna einnig líka þróun.
Það sem hér hefur verið nefnt um viðbrögð
þorskstofnsins íslenzka gagnvart veiðunum, gef-
ur ótvírætt til kynna, að meira sé tekið úr stofn-
inum en hann virðist þola. Það er því ekki hægt
að gera ráð fyrir neinni verulegri aukningu heild-
arþorskveiðinnar frá því sem nú er; að vísu
geta komið til sögunnar nýir öflugir árgangar,
sem aukið geta veiðina eitthvað skamma stimd,
einnig geta komið sterkar göngur frá Græn-
landi, sem haft geta áhrif á veiðina, eins og
t.d. árgangamir frá 1922, 1945 og 1955, sem
allir komu að nokkru leyti þaðan.
Ýsa
Á árunum milli fyrri og seinni heintisstyrj-
aldar var ýsustofninn við Island talinn sígilt
dæmi um ofveiddan fiskstofn. Eins og sést greini-
lega á 5. mynd, féll heildarýsuveiðin við Island
úr 60 þúsund tonnum niður í 28 þúsund tonn á
árunum 1928—1937 og veiði Islendinga minnk-
aði úr 11 þúsund tonnum í 4 þúsund tonn á sama
tíma. Sé athugaður aflinn á sóknareiningu, verð-
ur hrömun stofnsins enn greinilegri, því á um-
ræddu tímabili minnkaði afli Breta úr 414 tonn-
um í 131 tonn miðað við milljón tonn-tíma.
Strax eftir stríð jókst heildarveiðin hröðum
skrefum og kom hér að góðu friðun sú, er
stofninn naut á stríðsámnum, en eftir þriggja
ára jafna sóknaraukningu náði veiðin hámarki,
en fór síðan minnkandi fram til ársins 1952.
Þetta ár lokuðu Islendingar Faxaflóa og ýms-
um öðmm þýðingarmiklum uppeldisstöðvum fyr-
ir ýsu, og það bregður nú svo við, að síðan hefur
heildarýsuaflinn, svo og afli Islendinga, auk-
izt jafnt og þétt og var kominn upp í 100 þúsund
tonn árið 1964, og var þá ýsan orðin í öðru sæti
bolfiska á Islandsmiðum. Eru vísindamenn sam-