Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 16
14
TlMAR.IT VFl 1967
rannsóknaskipinu og eru því vel sambærilegar.
Þess ber þó að geta, að miðin við Jakobshavn og
Godhavn í Diskoflóa voru að áliti Schmidt svo
til ónýtt fram til ársins 1962. Rækjan verður
þarna í mesta lagi 6 ára eða ári eldri en við
ísland. Samkvæmt þessum niðurstöðum er of
snemmt að álíta, að ofveiði geti ekki orðið á
þessu svæði.
Joyce og Eldred (5) leggja áherzlu á nauðsyn
skynsamlegrar stjórnar á rækjuveiðum við
strendur Florida til þess að tryggja áframhald-
andi hámarksveiði. Þar er að vísu um aðrar
rækjutegundir að ræða eða tegundir ættarinnar
Penaeidae. Vafasamt virðist að einhverjar sér-
reglur gildi um rækjuna Pandálus borealis, sem
hér er veidd.
Snúum okkur nú að iimlendum rækjurann-
sóknum. Nýlega hefur verið gerð grein fyrir
aðferð, er nota má til að meta afurðagetu rækju-
stofna í Isafjarðardjúpi og Arnarfirði (4). Þar
er aðferð Gullands (7) notuð við rækjugögnin.
Gulland gerir ráð fyrir að áhrifa veiða gæti í
nokkur ár á tiltekinn aldursflokk, í rauninni
jafn lengi og nokkur einstaklingur er eftir lif-
andi. Þannig deyr á hverju ári hluti af aldurs-
flokknum af völdum veiða. Hversu stór þessi
hluti er fer eftir því, hve sóknin er mikil. 1
samræmi við þetta er hér reynt að sýna fram á
samhengið milli sóknar sem meðaltal nokkurra
ára og þéttleika stofnsins sem aflamagn á tog-
tíma á seinasta ári. Reiknað hefur verið með
að rækjan sé ýmist 2, 3, 4 eða 5 ár í veiðinni að
meðaltali.
Það kemur í ljós, að samhengið er bezt bæði
í ísafjarðardjúpi og Arnarfirði, þegar miðað er
við, að rækjan sé 3 ár í veiðinni, sbr. línuna á
mynd 1.
Tölfræðilegir útreikningar sýna, að niðurstöð-
urnar eru í báðum tilfellum tölfræðilega áreið-
anlegar (significant) við P<0,02 fyrir Isa-
fjarðardjúp og P<0,01 fyrir Arnarfjörð. Til
gamans var einnig prófað að taka saman nið-
urstöðurnar af báðum þessum svæðum, ef vera
kynni eitthvert samband á milli rækju í Arnar-
firði og Isafjarðardjúpi. Mætti t. d. gera sér í
hugarlund, þegar veiði er óvanalega góð í Arnar-
firði, eins og t. d. árið 1963, þá sé veiði óvana-
lega léleg í ísafjarðardjúpi og öfugt. Hin lélega
veiði í Isafjarðardjúpi árið 1963 á sér líka aðra
skýringu. Hún er bein afleiðing sóknarinnar það
ár og næstu 2 ár á undan, þ. e. meðalsóknar-
innar fyrir árið 1963 (sjá mynd 1). Það kemur
í ljós, þegar Arnarfjörður og Isafjarðardjúp eru
tekin saman, að niðurstaðan er tölfræðilega
áreiðanleg (P<0,02). Þótt litlu muni þá er
niðurstaðan aðeins lakari en fyrir hvort svæðið
um sig. Þetta útilokar ekki samgang á milli
svæðanna. Hins vegar virðist vera um svo lít-
iim samgang að ræða, að hann skiptir ekki máli.
Ef samgangur væri töluverður, mundi líklegra
að enn betri niðurstöður fengjust, þegar svæð-
in væru tekin saman, sbr. leturhumarveiðisvæðin
(sjá síðar), en fyrir hvort svæðið um sig.
Þegar mynd 1 er skoðuð betur, sést greinilega,
hvernig aflamagn á togtíma yfir árið minnkar
með aukinni sókn. Sóknin er á myndunum, eins
ÍSAFJARÐARDJÚP
I 2 3 4 5 6 7 8
1000 togtímar
Mynd 1.
Samhengið milli meðalsóknar í þrjú ár og meðalafla rækju á togtíma slðasta árið. Eru punktarnir merktir með
ártali slðasta ársins. Tökum t.d. punkt, sem er merktur ’66. Hann sýnir annars vegar meðalafla á togtima fyrir
árið 1966 og hins vegar meðalsóknina 1966 sem er meðaltal áranna 1964, 1965 og 1966. Ferillinn sýnir þann heild-
arafla, sem fæst með ðbreyttri sókn I nokkur ár.
The relation between average effort of S years and the average catch of prawn per trawling hour in the last year.
The pointa are indicated by the last year. The curve shows the yield given by sustained effort.