Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 22
20
TlMARIT VFl 1967
TAFLA4
Sú lækkun á meðalafla á togtíma, sem líklega verður samhliða því, að hámarksafurðagetu er náð
í leturhumarveiðum
The decrease of average catch per trawling hour which is likely to occur as the nephrops fisheries
reach its level of maximum yield
Svæðisnúmer Area no. 106 og 126 146 147 og 148 152 169 Öll svæðin All areas
Afli á togtíma 1966 Hagstæðasti afli á 50 56 52 69 56 61
togtíma 41 46 45 45 48 45
Mismunur % 19 18 13 35 14 26
einnig sjá, hvernig sóknin ætti að skiptast á
milli svæðanna. Þar kemur í ljós, að svæði 146
þolir u. þ. b. þriðjung allrar sóknar. Engin önn-
ur svæði þola nándar nærri jafnmikla sókn. Mjög
erfitt er að segja nokkuð um svæðin fyrir aust-
an eða 153 og 154. Þar var eins og áður er sagt
ekki unnt að sjá nein áhrif veiða á leturhumar-
magnið frá ári til árs. Það er því trúlegt, að mikl-
ar sveiflur geti orðið í veiðinni á þessum svæð-
um. Eins og við er að búast reynist hagstæðasti
meðalafli á togtíma vera nokkuð svipaður á öll-
um svæðunum, eða frá 41—48 kg/klst, 45 kg/
klst að meðaltali.
Til þess að ná óbreyttum hámarksafla í
leturhumarveiðum miðað við 80 mm möskva-
stærð og núgildandi reglur um lágmarksstærð, á
afli á togtíma eftir að lækka talsvert (sjá töflu
4). Má búast við um 26% lækkun á öllum svæð-
unum. Á sama hátt á heildarafli eftir að lækka
úr 3219 smálestum, sem er meðaltal áranna
1960—1966, niður í 2905 smálestir á ári.
Ýmsum mun e. t. v. finnast að hér sé um of-
veiði að ræða. Hitt verða menn að muna, að
ekki er ýkjalangt síðan leturhumarveiðar hóf-
ust hér við land. Það er alltaf svo, að mikil veiði
fæst af nýjum miðum, svo framarlega sem þar
er ónýttur stofn. Allt bendir til þess, að ofveiði,
ef um er að ræða, sé fremur af hagfræðilegum
en fiskifræðilegum toga spunnin. Það er að
segja, leturhumaraflinn gefur ekki nægan arð í
aðra hönd.
Segja má, að það sé í það fyrsta að spá um
leturhumarveiðar í framtíðinni, þareð svo stutt
er síðan veiðarnar hófust og enn styttra síðan
skýrslugerð hófst. Hins vegar er mjög líklegt,
að innan örfárra ára verði unnt að segja með
nokkurri vissu, hve mikla sókn borgar sig að
viðhafa á hverju veiðisvæði. Það þarf vart að
taka það fram, að skýrslugerð skipstjóra er
mjög þýðingarmikil. Þegar takmarka þarf let-
urhumarveiðar, er ráðlegt að útiloka þá skip-
stjóra frá veiðum, sem ekki skila skýrslum eða
færa þær rétt.
Skeldýr
Kúfskel
Reglubundar kúfskeljarannsóknir hófust árið
1964. Áður hafði dr. Unnsteinn Stefánsson (9)
rannsakað efnainnihald kúfskeljar á fáeinum
svæðum. Sýnishornin voru nú öll tekin af sama
svæði, Sundunum rétt utan við Isaf jörð. Því mið-
ur varð töluverður hluti sýnishornanna ónýtur
á árinu 1965, þareð sýnishornin bárust ódagsett.
Þrátt fyrir þetta gefa sýnishornin hugmynd um
ástand skelfisksins yfir árið. Meðalþyngd
nokkurra lengdarflokka eftir árstímum er sýnd
á mynd 6. Virðist skelfiskurinn ná hámarks-
þyngd miðað við skellengd í miðjum júlí (sjá
mynd 6) en eftir það hríðfellur þyngdin, og má
gera ráð fyrir, að þá standi hrygning kúfskelj-
arinnar sem hæst. Þetta styðja einnig smásjár-
athuganir, þar sem nýhrygndum skeljum fer
fjölgandi á sama tímabali.
Tilraun var gerð til þess að aldursgreina skelj-
arnar. Þær elztu virtust vera allt að því 18 ára
gamlar og um 9 sm að lengd. Megnið af skelj-
unum var frá 10—14 ára og voru þær 7—8,7 sm
að lengd. Af þessu sést að kúfskelin vex síður
en svo hratt.
Efnagreiningu kúffisks hefur Júlíus Guð-
mundsson annazt. Voru efnagreindir 2 stærðar-
flokkar kúfskelja, þar sem í I flokki eru skeljar
minni en 7,5 sm en í II flokki skeljar stærri en
eða jafnar og 7,5 sm. Af töflu 5 má sjá að tölu-
verður munur er á eggjahvítu og fituinnihaldi
kúffisksins eftir árstíma. Þannig er skelfiskur-
inn feitastur að vorinu, áður en hrygningin hefst,
á sama tíma og kúffiskurinn er þyngstur. Eftir
þessu að dæma er heppilegast að veiða kúfskel-
ina á tímabilinu maí til júní.
Frekari rannsóknir á kúfskel þyrfti að gera.
1 fyrsta lagi þyrfti að safna upplýsingum um