Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 26
24
TlMARIT VFl 1967
Staða sjávarútvegsins í efnahagslífinu
Jónas H. Haralz, hagfræðingur
Kf naliagsstof nunin
Tvö eru þau atriði, sem mönnum hefur orðið
starsýnast á í sambandi við stöðu sjávarútvegs-
ins í efnahagslífinu. í fyrsta lagi, að sjávar-
útvegurinn sér fyrir meginhluta gjaldeyrisöfl-
unar landsmanna, eða yfir 90% af vöruútfiutn-
ingi og 60% af útflutningi vöru og þjónustu.
f öðru lagi, að sjávarútvegurinn hefur á þess-
ari öld verið í fararbroddi þeirrar miklu efna-
hagsþróunar, sem átt hefur sér stað. Þessi tvö
atriði standa að sjálfsögðu í nánu samhengi
hvort við annað. Það hefur verið höfuðskilyrði
fyrir hinum öra vexti sjávarútvegsins, að hann
hefur átt markað sinn erlendis og því ekki
verið háður þeim þröngu skorðum, sem smæð
innlenda markaðarins setur. Það er á hinn bóg-
inn fyrst og fremst þýðing sjávarútvegsins fyrir
gjaldeyrisöflunina, sem átt er við, þegar sagt
er, að sjávarútvegurinn sé undirstöðuatvinnu-
vegur.
Þrátt fyrir mikla sérstöðu sína, getur sjávar-
útvegurinn ekki, frekar en aðrir atvinnuvegir,
lifað og þróazt án tengsla og stuðnings við aðr-
ar greinar atvinnulífsins. Efnahagslífið er vef-
ur, þar sem hver eining stendur í nánu lífrænu
samhengi við aðrar einingar og byggir starf-
semi sína á starfsemi þeirra. Sjávarútveg-
urinn og þeir, sem við hann starfa, kaupa marg-
víslegar vörur og þjónustu af öðrum atvinnu-
greinum, sem að sínu leyti kaupa einnig vörur
og þjónustu af öðrum greinum. Þannig styðst
sjávarútvegurinn við verkstæðisiðnað, veiðar-
færagerð og þau fyrirtæki, sem flytja til lands-
ins og selja margvíslegar nauðsynjar hans.
Mikil framleiðni sjávarútvegsins, bæði hér á
landi og annars staðar, byggist ekki sízt á þró-
aðri verkaskiptingu á milli hans og annarra
atvinnugreina, og framfarir sjávarútvegsins
eiga eins oft rætur sínar í stuðningsgreinum
hans eins og beinlínis í honum sjálfum. Lítið
myndu einnig háar tekjur gagna sjómönnum
fiskiflotans, ef ekki væru starfandi atvinnu-
greinar, sem gerðu þeim kleift að ráðstafa þess-
um tekjum á þann hátt, sem þeir óska. Þannig
er það í rauninni ekki sjávarútvegurinn einn,
sem að gjaldeyrisöfluninni stendur. Allar at-
vinnugreinar eiga hér hlut að máli.
Sjávarútvegurinn er hins vegar eini atvinnu-
vegurinn, sem á þessari öld hefur þróazt sem
mikilsháttar útflutningsgrein, hefur þar með
getað hagnýtt sér kosti stórframleiðslunnar og
með örum vexti framleiðslu og framleiðni skap-
að vaxtarskilyrði fyrir aðrar atvinnugreinar.
Efnahagsþróun þeirra landa, sem nú eru talin
iðnþróuð, jafnt og þeirra, sem nú eru á þróun-
arstigi, hefur í upphafi oftast nær byggzt á þró-
un einnar eða fárra slíkra útflutningsgreina,
sem hafa getað hagnýtt sér innlend hráefni eða
önnur sérstök náttúrleg eða félagsleg skilyrði.
Sjávarútvegur hefur gegnt þessu hlutverki víð-
ar en hér á landi, t.d. á sínum tíma í Nýja Eng-
landi og á undanförnum árum í Perú. Aðrar
atvinnugreinar, sem gegnt hafa svipuðu hlut-
verki, eru olíuvinnsla og námugröftur víða um
heim, landbúnaður í Danmörku, Nýja Sjálandi
og Ástralíu, trjá- og pappírsiðnaður í
Skandinavíu, vefjariðnaður í upphafi iðnbylting-
ar í Bretlandi og nú aftur í fjölmennum lönd-
um Asíu.
Þegar litið er til baka, er ætíð erfitt að sjá,
að annað hefði getað orðið en það, sem raun-
verulega varð. Þannig er einnig erfitt að sjá,
að í fámennu og tiltölulega hráefnasnauðu
landi á norðurhjara heims hefði nokkur önnur
atvinnugrein getað gegnt því hlutverki, sem
sjávarútvegur hefur gegnt hér á landi í upp-
hafi iðnþróunar. Það er þó vert að muna í þessu
sambandi, að á fyrstu fjögur hundruð árum
fslands byggðar var ullariðnaður megingrein út-
flutningsins og hafði verulega þýðingu í þessu
tilliti miklu lengur. Á það myndi þó sjálfsagt
enginn vilja bera brigður, að við þau náttúr-
legu skilyrði og félagslegu aðstæður, sem ríkj-