Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 29
TÍMARIT VPl 1967
27
hætta því ætíð verið nálæg, að það fjármagn
og vinnuafl, er við bættist, gæfi ekki mikið af
sér. Mikil uppgrip í þessum atvinnugreinum, sem
oftast standa í sambandi við notkun nýrrar
tækni eða öfluga árganga fiskstofna og iðulega
eflast af hagstæðri erlendri verðþróun, knýja á
stuttum tíma fram mikla fjármunamyndun, sem
von bráðar reynist hráefnisgrundvellinum of-
viða og gefur minna af sér en vonir höfðu
staðið til. Bygging og stækkun síldarverksmiðja
hér suðvestanlands er nýlegt dæmi af þessu tagi.
Hin mikla uppbygging síldariðnaðar á Austur-
landi virðist nú einnig hafa náð þessu stigi.
Fiskiskipin sjálf eru ekki ofurseld slíkri þróun
i sama mæli og vinnslustöðvar í landi, en mikil
sérhæfing í byggingu þeirra og búnaði felur þó
í sér sömu hættu. Þessi einkenni fiskveiðanna
og frumvinnslunnar sjálfrar hafa átt sinn mikla
þátt í sveifluhreyfingum sjávarútvegsins til við-
bótar þeim áhrifum hinnar almennu stefnu í þess-
um málum, sem ég áður hefi rakið.
Með tilliti til upplýsinga fiskifræðinga um nú-
verandi ástand og horfur íslenzkra fiskstofna,
virðist vart hægt að komast hjá því að álykta,
að þróun íslenzks efnahagslífs á næstu árum og
áratugum hljóti í miklu minna mæli en áður
fyrr að byggjast á fiskveiðum og frumvinnslu
aflans, það er að segja á þeim greinum, sem
fram að þessu hafa ráðið mestu um hagvöxt
landsins. Þetta hlýtur að hafa víðtækar afleið-
ingar fyrir þá stefnu, sem fylgt er í efnahags-
málum yfirleitt, og má raunar segja, að þeirra
afleiðinga sé þegar tekið að gæta.
Þegar íhugað er, hver eða hverjar atvinnu-
greinar geti í framtíðinni tekið við því forustu-
hlutverki í efnahagsþróun, sem fiskveiðar og
frumvinnsla hafa hingað til gegnt, er algeng-
asta svarið, að það hljóti að verða aðrar greinar
sjávarútvegsins, það er að segja þær greinar,
sem fást við frekari vinnslu aflans og nýtingu
auka- og úrgangsefna. í þessu sambandi er bent
á, hversu lágt vinnslustig sé á meginhluta þeirra
afurða, sem við flytjum úr landi, og hversu
miklu sé við það verðmæti bætt, eftir að af-
urðirnar komist í hendur erlendra kaupenda. Ég
vil ekki draga í efa, að þetta svar geti að ein-
hverju leyti verið rétt. Aftur á móti er hætt við,
að þegar þetta svar er gefið, geri menn sér ekki
ljóst, hversu mikill munur er á þeim greinum
sjávarútvegs, sem við hingað til höfum fyrst
og fremst stundað, fiskveiðum og frumvinnslu,
og fullvinnslustigunum, og þá einkum því, að
sérstök aðstaða okkar og yfirburðir eru að heita
má algjörlega bundnir við fyrrnefndu greinarn-
ar.
Enda þótt hin almenna stefna í efnahagsmál-
um hafi verið fullvinnslustigunum óhagkvæm,
á sérhæfing islenzks sjávarútvegs í fiskveiðum
og frumvinnslu þó fyrst og fremst rætur í sjálf-
um framleiðsluskilyrðunum, sem eru miklu hag-
stæðari í þessum greinum en í frekari vinnslu
aflans á síðari stigum. Hvaða skilyrði hefur Is-
land til dæmis til framleiðslu tilbúinna fiskrétta
og niðurlagðrar síldar umfram þau lönd, þar sem
þessara afurða er neytt? Flutningskostnaður til-
búnu vörunnar er meiri en þeirrar hálfunnu vöru,
sem unnið er úr, fiskblokka og saltsíldar. Betri
skilyrði eru þar að auki til að laga framleiðsluna
á hverjum tíma að aðstæðum markaðarins, ef
framleiðslan fer fram í markaðslandinu sjálfu.
Birgðahald getur orðið minna, sölustarfsemi
auðveldari. Enda þótt vinnulaun í markaðslönd-
um kunni að vera hærri en á íslandi, er vinnu-
aflið stöðugra en hér á landi og verkafólk van-
ara að vinna í vel skipulögðum verksmiðjuiðn-
aði. Vinnuafköst eru því yfirleitt að sama skapi
meiri. Þar við bætast margvíslegir aðrir kostir
þess, að reka hvers konar verksmiðjuframleiðslu
í þróaðra iðnaðarumhverfi en til er hér á landi.
Loks kemur það til, að tollar eru yfirleitt miklu
meiri hemill á viðskiptum með fullunnar en lítt
unnar sjávarafurðir. í þessu efni er aðstaða okk-
ar að sjálfsögðu algjörlega hliðstæð aðstöðu
fjölda annarra þjóða.
Það hlýtur að sjálfsögðu að vera mikill mun-
ur á framleiðsluskilyrðum ýmissa mismunandi
tegunda fullvinnslu sjávarafurða hér á landi. En
erfitt virðist að færa rök fyrir því, að skilyrði
til þeirrar vinnslu yfirleitt séu betri hér á landi
en skilyrði til starfrækslu fjölmargra annarra
iðngreina, sem lítið eða ekkert eiga skylt við
sjávarútveg. Af þessu vil ég ekki draga þá álykt-
un, að við eigum ekki að sinna fullvinnslu sjáv-
arafurða, heldur þá ályktun, að við eigum ekki
að einblína á þessa vinnslu. Að mínum dómi er
ekki unnt að gefa neitt rökstutt svar við þeirri
spurningu, hvaða atvinnugreinar geti eða eigi
að taka við forustuhlutverki í íslenzkri efna-
hagsþróun. Úr þessu getur reynslan ein skorið.
Hlutverk skynsamiegrar stefnu í efnahagsmál-
um er ekki að velja eða hafna á milli atvinnu-
greina, heldur að gefa þeim öllum sambærileg
skilyrði til þroska. Á þetta hefur mikið skort
fram að þessu. Eins og ég hefi nánar fjallað
um fyrr í þessu erindi, má rekja þetta annars
vegar til viðleitninnar að draga úr áhrifum sér-
stöðu fiskveiða og frumvinnslu afla samanborið